Sú þjóð sem gaf okkur flest stig var Aserbaídjan en það sætir tíðindum þar sem sú þjóð hefur ekki reynst Íslendingum vel í stigagjöf í Eurovision hingað til. Hinar þjóðirnar, sem gáfu Íslandi 2 stig eða 1 stig, voru Írland, Noregur, Pólland og Svíþjóð.
Ísland hafnaði því í 15. sæti í sínum riðli en fyrir neðan okkur höfnuðu San Marínó með ellefu stig og Sviss sem hlaut aðeins 4 stig samtals.
Íslenskir kjósendur og dómnefnd veðjuðu rétt á sigurvegarann strax í upphafi en Måns frá Svíþjóð fékk 12 stig á meðan 10 stigin okkar féllu í skaut Norðmanna. Við gáfum Ísrael síðan 8 stig, Lettum 7 stig, Slóvenum 6 stig, Kýpur 5 stig, Tékklandi 4 stig, Póllandi 3 stig, Aserbaídjan 2 stig og Sviss 1 stig. Af þeim 10 þjóðum sem Íslendingar gáfu stig komust 8 upp úr undanúrslitunum.
Til þess að komast áfram hefði Ísland þurft að fá 39 stig til viðbótar þeim 14 sem við enduðum með.
