Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - ÍBV | Sjáið markið sem kom KR á toppinn Guðmundur Marinó Ingvarsson á KR-vellinum skrifar 25. maí 2015 00:01 Óskar Örn Hauksson skaut KR-liðinu á toppinn. Vísir/Vilhelm KR tyllti sér á topp Pepsí deildar karla í fótbolta með því að leggja ÍBV 1-0 á heimavelli sínum í kvöld.Óskar Örn Hauksson skoraði sigurmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok en fátt hafði gengið upp hjá honum í leiknum fram að því. En þó Óskar nái sér ekki á strik getur hann alltaf ráðið úrslitum.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. KR var mun meira með boltann í leiknum en lið ÍBV var vel skipulagt og erfitt að brjóta á bak aftur. ÍBV fékk líka fjölda færa og hefði hæglega getað stolið stigi hér í dag. Það var mikið rok í vesturbænum sem setti sterkan svip á leikinn án þess þó að ráða úrslitum. Þó ÍBV hafi verið erfitt að brjóta á bak aftur fékk KR fjölda færi og hefði liðið átt að fara með forystu inn í seinni hálfleikinn. Gestirnir úr Eyjum fengu góð færi í upphafi seinni hálfleiks en leikmönnum liðsins virtist fyrirmunað að skora. KR átti í meiri vandræðum að skapa sér færi í seinni hálfleik en liðið hélt allan tíman ró sinni, það vissi að það þyrfti aðeins eitt færi til að tryggja sér sigurinn og það gerðist þegar Gunnar Þór Gunnarsson gaf fyrir frá vinstri beint á kollinn á Óskar Erni sem nýtti sér skógarhlaup Guðjóns Orra Sigurjónssonar sem hafði fram á því átt fínan leik. KR er komið á toppinn en gæti misst annað hvort FH eða Stjörnuna þegar fimmtu umferðinni lýkur á morgun. ÍBV er á botni deildarinnar og verður þar nema Keflavík tapi stórt fyrir Fylki í kvöld. Það er hægt að sjá sigurmarkið hjá Óskari Erni Haukssyni hér fyrir neðan. Bjarni: Ánægður með þolinmæðina„Hér þurfum við alltaf að hafa fyrir hlutunum. Við vitum hvernig það er. Þetta var þolinmæðisvinna en leikurinn hefði þróast töluvert öðruvísi ef við hefðum fengið vítið sem við áttum að fá í fyrir hálfleik eða nýtt eitthvað af þessum færum,“ sagði Bjarni Guðjónsson þjálfari KR. „Það voru mjög vel skipulagðir Eyjapeyar í Frostaskjólinu í kvöld og erfitt að brjóta þá á bak aftur. En ég var ánægður með þolinmæðina sem við sýnum og að við héldum áfram að spila okkar leik þrátt fyrir mótlætið og að áhorfendur væru farnir að ókyrrast,“ sagði Bjarni en mark KR kom þegar ellefu mínútur voru eftir af leiknum. Bjarni sagði lið sitt ekki hafa farið á taugum þó staðan væri 0-0 og lítið eftir af leiknum en Bjarni sagði lið ÍBV hafa gert liði sínu erfitt fyrir. „Ef ÍBV spilar svona áfram á liðið eftir að ná í fullt af stigum. Það var erfitt við þá að eiga og þeir voru með tvær fjögurra manna línur sem fóru lítið fram yfir miðju og sex sem nánast fóru ekki neitt. „Það var erfitt við það að eiga og lítið um svæði til að sækja í en við komum okkur þó í nokkur færi og skoruðum gott mark,“ sagði Bjarni. KR var fimm stigum á eftir FH og Stjörnunni eftir tvær umferðir en nú þremur leikjum seinna er KR komið upp fyrir þessi tvö lið sem mætast á morgun þegar fimmtu umferðinni lýkur og því getur aðeins annað þeirra farið upp fyrir KR á nýjan leik. „Menn eru í þessu til að búa til fréttir og umræðu og reyna að skapa einhver vandræði hér eftir fyrstu tvær umferðirnar en við héldum alltaf ró okkar og vorum yfirvegaðir. „Það var lítið sem þurfti að laga eftir fyrstu tvær umferðirnar og síðan hefur þetta gengið nokkuð vel en það er langur vegur eftir,“ sagði Bjarni. Jóhannes: Sjáum batamerki á liðinu„Það munaði ansi litlu og erum mjög svekktir að hafa ekki tekið eitthvað út úr þessum leik,“ sagði Jóhannes Þór Harðarson þjálfari ÍBV eftir leikinn í kvöld. „Þetta var hetjuleg barátta hjá strákunum að ná að standa þetta af sér og við gerum vel. Við erum líka líklegir til að skora allan leikinn.“ ÍBV þótti ekki líta vel út í fyrstu leikjum mótsins en náði í stig gegn Leikni í síðustu umferð og gerði KR mjög erfitt fyrir í Frostaskjólinu í kvöld. „Mér fannst við vera betri spilalega séð gegn Leikni. Við gerðum betur með boltann þá en hvað varðar baráttu, karakter og vilja þá erum við komnir á stað sem við viljum vera á. Svo þarf að bæta hinn þátt leiksins líka. „Ég er svekktur á fá þetta mark á okkur eins og það gerist,“ sagði Jóhannes en Guðjón Orri markvörður gerði sig sekan um slæmt úthlaup sem kostaði í raun markið. Það vakti óneitanlega athygli að það voru sex erlendir leikmenn á varamannabekk ÍBV í kvöld og vakna spurningar um það hvort ÍBV sé sækja of slaka leikmenn út fyrri landssteinana. „Mér finnst athyglisverðara að við séum með níu Íslendinga inni á. Hins vegar er þetta þannig að við þurfum að sækja leikmenn erlendis til að vera með samkeppnishæfan hóp og við náum ekki að fá leikmenn af sömu hillu og KR eða FH eða önnur lið sem eru með marga útlendinga. „Við þurfum að sjá til þess að við séum með næga breidd líka og þá verður þetta svona. Svo er þetta samkeppni og þeir sem standa sig best, þeir fá að spila hverju sinni,“ sagði Jóhannes. Þó ÍBV hafi staðið í KR í kvöld og litið betur út en yfirleitt áður á leiktíðinni er staðan enn sú að liðið er án sigurs og með aðeins eitt stig í fimm leikjum. „Við getum ekki horft mikið á töfluna og pælt í henni. Við sjáum batamerki á liðinu og erum að skapa færi og búa til. Við erum komnir á ákveðinn stað hvað varðar baráttu og skipulag líka þannig að þetta er í áttina hjá okkur en við þurfum að sjá til þess að fáum líka stig.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti Fleiri fréttir KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Sjá meira
KR tyllti sér á topp Pepsí deildar karla í fótbolta með því að leggja ÍBV 1-0 á heimavelli sínum í kvöld.Óskar Örn Hauksson skoraði sigurmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok en fátt hafði gengið upp hjá honum í leiknum fram að því. En þó Óskar nái sér ekki á strik getur hann alltaf ráðið úrslitum.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. KR var mun meira með boltann í leiknum en lið ÍBV var vel skipulagt og erfitt að brjóta á bak aftur. ÍBV fékk líka fjölda færa og hefði hæglega getað stolið stigi hér í dag. Það var mikið rok í vesturbænum sem setti sterkan svip á leikinn án þess þó að ráða úrslitum. Þó ÍBV hafi verið erfitt að brjóta á bak aftur fékk KR fjölda færi og hefði liðið átt að fara með forystu inn í seinni hálfleikinn. Gestirnir úr Eyjum fengu góð færi í upphafi seinni hálfleiks en leikmönnum liðsins virtist fyrirmunað að skora. KR átti í meiri vandræðum að skapa sér færi í seinni hálfleik en liðið hélt allan tíman ró sinni, það vissi að það þyrfti aðeins eitt færi til að tryggja sér sigurinn og það gerðist þegar Gunnar Þór Gunnarsson gaf fyrir frá vinstri beint á kollinn á Óskar Erni sem nýtti sér skógarhlaup Guðjóns Orra Sigurjónssonar sem hafði fram á því átt fínan leik. KR er komið á toppinn en gæti misst annað hvort FH eða Stjörnuna þegar fimmtu umferðinni lýkur á morgun. ÍBV er á botni deildarinnar og verður þar nema Keflavík tapi stórt fyrir Fylki í kvöld. Það er hægt að sjá sigurmarkið hjá Óskari Erni Haukssyni hér fyrir neðan. Bjarni: Ánægður með þolinmæðina„Hér þurfum við alltaf að hafa fyrir hlutunum. Við vitum hvernig það er. Þetta var þolinmæðisvinna en leikurinn hefði þróast töluvert öðruvísi ef við hefðum fengið vítið sem við áttum að fá í fyrir hálfleik eða nýtt eitthvað af þessum færum,“ sagði Bjarni Guðjónsson þjálfari KR. „Það voru mjög vel skipulagðir Eyjapeyar í Frostaskjólinu í kvöld og erfitt að brjóta þá á bak aftur. En ég var ánægður með þolinmæðina sem við sýnum og að við héldum áfram að spila okkar leik þrátt fyrir mótlætið og að áhorfendur væru farnir að ókyrrast,“ sagði Bjarni en mark KR kom þegar ellefu mínútur voru eftir af leiknum. Bjarni sagði lið sitt ekki hafa farið á taugum þó staðan væri 0-0 og lítið eftir af leiknum en Bjarni sagði lið ÍBV hafa gert liði sínu erfitt fyrir. „Ef ÍBV spilar svona áfram á liðið eftir að ná í fullt af stigum. Það var erfitt við þá að eiga og þeir voru með tvær fjögurra manna línur sem fóru lítið fram yfir miðju og sex sem nánast fóru ekki neitt. „Það var erfitt við það að eiga og lítið um svæði til að sækja í en við komum okkur þó í nokkur færi og skoruðum gott mark,“ sagði Bjarni. KR var fimm stigum á eftir FH og Stjörnunni eftir tvær umferðir en nú þremur leikjum seinna er KR komið upp fyrir þessi tvö lið sem mætast á morgun þegar fimmtu umferðinni lýkur og því getur aðeins annað þeirra farið upp fyrir KR á nýjan leik. „Menn eru í þessu til að búa til fréttir og umræðu og reyna að skapa einhver vandræði hér eftir fyrstu tvær umferðirnar en við héldum alltaf ró okkar og vorum yfirvegaðir. „Það var lítið sem þurfti að laga eftir fyrstu tvær umferðirnar og síðan hefur þetta gengið nokkuð vel en það er langur vegur eftir,“ sagði Bjarni. Jóhannes: Sjáum batamerki á liðinu„Það munaði ansi litlu og erum mjög svekktir að hafa ekki tekið eitthvað út úr þessum leik,“ sagði Jóhannes Þór Harðarson þjálfari ÍBV eftir leikinn í kvöld. „Þetta var hetjuleg barátta hjá strákunum að ná að standa þetta af sér og við gerum vel. Við erum líka líklegir til að skora allan leikinn.“ ÍBV þótti ekki líta vel út í fyrstu leikjum mótsins en náði í stig gegn Leikni í síðustu umferð og gerði KR mjög erfitt fyrir í Frostaskjólinu í kvöld. „Mér fannst við vera betri spilalega séð gegn Leikni. Við gerðum betur með boltann þá en hvað varðar baráttu, karakter og vilja þá erum við komnir á stað sem við viljum vera á. Svo þarf að bæta hinn þátt leiksins líka. „Ég er svekktur á fá þetta mark á okkur eins og það gerist,“ sagði Jóhannes en Guðjón Orri markvörður gerði sig sekan um slæmt úthlaup sem kostaði í raun markið. Það vakti óneitanlega athygli að það voru sex erlendir leikmenn á varamannabekk ÍBV í kvöld og vakna spurningar um það hvort ÍBV sé sækja of slaka leikmenn út fyrri landssteinana. „Mér finnst athyglisverðara að við séum með níu Íslendinga inni á. Hins vegar er þetta þannig að við þurfum að sækja leikmenn erlendis til að vera með samkeppnishæfan hóp og við náum ekki að fá leikmenn af sömu hillu og KR eða FH eða önnur lið sem eru með marga útlendinga. „Við þurfum að sjá til þess að við séum með næga breidd líka og þá verður þetta svona. Svo er þetta samkeppni og þeir sem standa sig best, þeir fá að spila hverju sinni,“ sagði Jóhannes. Þó ÍBV hafi staðið í KR í kvöld og litið betur út en yfirleitt áður á leiktíðinni er staðan enn sú að liðið er án sigurs og með aðeins eitt stig í fimm leikjum. „Við getum ekki horft mikið á töfluna og pælt í henni. Við sjáum batamerki á liðinu og erum að skapa færi og búa til. Við erum komnir á ákveðinn stað hvað varðar baráttu og skipulag líka þannig að þetta er í áttina hjá okkur en við þurfum að sjá til þess að fáum líka stig.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti Fleiri fréttir KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Sjá meira