Lífið

Bakraddir Maríu ræstu út liðsauka til að fanga ógnandi geitung

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Íris Hólm og Alma Rut eru tvær af fimm bakröddum Maríu.
Íris Hólm og Alma Rut eru tvær af fimm bakröddum Maríu. Vísir
„Það gefur manni auka boozt að hafa fólk í salnum. Maður fær meira adrenalín og tilfinningu fyrir því hvernig þetta verður,“ segir Íris Hólm ein af bakröddum Maríu Ólafsdóttur, fulltrúa Íslands í Eurovision í ár. Davíð Lúther hitti bakraddirnar Írisi og Ölmu Rut og ræddi við þær um fyrsta rennslið með áhorfendum í dag.

Hópurinn flutti lag Íslendinga í ár, Unbroken, tvisvar í dag, 20. maí, annars vegar fyrir svokallað fjölskyldurennsli og hins vegar fluttu þau lagið fyrir dómnefnd. Stigafjöldi dómnefndar vegur jafnmikið og stigafjöldi símakosningar. Því var stór dagur hjá hópnum í dag.

Þær segja þrátt fyrir það ekkert stress vera í hópnum, miklu heldur spenna.

Íris og Alma segja frá geitungaævintýri sem þær lentu í á hótelinu. Þær virðast báðar vera haldnar geitungafóbíu þar sem kalla þurfti út liðveislu. Baldvin Þór Bergsson, starfsmaður Ríkissjónvarpsins, kom upp á herbergi og fangaði geitunginn.

Viðtalið við stelpurnar má sjá hér að neðan.

Hvaða Eurovision-lög eru best þetta árið? Taktu þátt í könnun Vísis hér.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×