Steven Bowditch sigraði á Byron Nelson meistaramótinu 31. maí 2015 23:30 Bowditch fagnar sigrinum með eiginkonu sinni Amöndu. Getty Ástralinn Steven Bowditch sigraði í kvöld á sínu öðru móti á ferlinum á PGA-mótaröðinni en hann lék best allra á Byron Nelson meistaramótinu sem fram fór á Four Seasons vellinum í Texas. Sigur Bowditch var eiginlega aldrei í hættu á lokahringnum en hann leiddi mótið alveg frá fyrsta degi og eftir hring upp á 64 högg eða fimm undir pari á lokahringnum sigraði hann mótið með fjórum höggum á samtals 18 höggum undir pari. Charley Hoffman og Jimmy Walker deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari. Bowditch sagði í viðtali við fréttamenn eftir sigurinn að pútterinn hefði verið lykillinn að sigrinum en hann setti mörg góð pútt niður alla helgina eftir að hafa tekið þá ákvörðun að þyngja púttershausinn hjá sér um tíu grömm fyrir mótið. Á Evrópumótaröðinni fór Opna Írska meistaramótið fram á hinum krefjandi Royal County Down velli en þar fór Daninn Soren Kjældsen með sigur af hólmi eftir þriggja manna bráðabana við Bernd Wieseberger og Eddie Pepperell. Aðstæður voru mjög erfiðar á Írlandi um helgina og nokkur stór nöfn náðu sér ekki á strik, meðal annars Martin Kaymer, Sergio Garcia og besti kylfingur heims, Rory McIlroy, sem lék á níu höggum yfir pari og náði ekki niðurskurðinum. Fyrir sigurinn í Texas fékk Steven Bowditch rúmlega 130 milljónir króna í verðlaunafé en Soren Kjældsen þarf að sætta sig við verðlaunatékka upp á rúmlega 70 milljónir króna fyrir að sigra á Opna Írska. Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ástralinn Steven Bowditch sigraði í kvöld á sínu öðru móti á ferlinum á PGA-mótaröðinni en hann lék best allra á Byron Nelson meistaramótinu sem fram fór á Four Seasons vellinum í Texas. Sigur Bowditch var eiginlega aldrei í hættu á lokahringnum en hann leiddi mótið alveg frá fyrsta degi og eftir hring upp á 64 högg eða fimm undir pari á lokahringnum sigraði hann mótið með fjórum höggum á samtals 18 höggum undir pari. Charley Hoffman og Jimmy Walker deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari. Bowditch sagði í viðtali við fréttamenn eftir sigurinn að pútterinn hefði verið lykillinn að sigrinum en hann setti mörg góð pútt niður alla helgina eftir að hafa tekið þá ákvörðun að þyngja púttershausinn hjá sér um tíu grömm fyrir mótið. Á Evrópumótaröðinni fór Opna Írska meistaramótið fram á hinum krefjandi Royal County Down velli en þar fór Daninn Soren Kjældsen með sigur af hólmi eftir þriggja manna bráðabana við Bernd Wieseberger og Eddie Pepperell. Aðstæður voru mjög erfiðar á Írlandi um helgina og nokkur stór nöfn náðu sér ekki á strik, meðal annars Martin Kaymer, Sergio Garcia og besti kylfingur heims, Rory McIlroy, sem lék á níu höggum yfir pari og náði ekki niðurskurðinum. Fyrir sigurinn í Texas fékk Steven Bowditch rúmlega 130 milljónir króna í verðlaunafé en Soren Kjældsen þarf að sætta sig við verðlaunatékka upp á rúmlega 70 milljónir króna fyrir að sigra á Opna Írska.
Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira