Sport

Fimm af tíu fulltrúum Evrópu frá Íslandi

Bjarki Ármannsson skrifar
Árangurinn glæsilegur hjá okkar fólki.
Árangurinn glæsilegur hjá okkar fólki. Myndir/Facebook-síða CrossFitGames
Fjórir af þeim fimm keppendum sem komust áfram úr Meridian-undankeppninni í Krossfit í kvennaflokki eru Íslendingar. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir skipa þrjú efstu sætin og Þuríður Erla Helgadóttir það fimmta.

Íslensku keppendurnir fjórir hafa því tryggt sér þátttökurétt á heimsleikunum í Krossfit sem fara fram í Kalíforníu. Meridian-undankeppnin, sem haldin er í Kaupmannahöfn, er fyrir þátttakendur frá Evrópu og Afríku en aðeins fimm konur og fimm karlar komast áfram á heimsleikana.

Björgvin Karl Guðmundsson tryggði sér jafnframt þátttökurétt í karlaflokki en hann lenti í öðru sæti á eftir Finnanum Jonne Koski. Þá lenti eina íslenska liðið í undankeppnninni, CrossFit Reykjavík, í þriðja sæti í flokki liða og er einnig á leið á mótið.

Í skýrslunni um niðurstöður undankeppninnar á heimasíðu Krossfit-leikanna er vakin athygli á þessari einokun íslenskra kvenna í ár.

"Call it the dominance of the 'Dóttirs," segir á vefsíðunni og er þar vísað til eftirnafna íslensku keppendanna, sem útlendingum þykja sennilega glettilega lík.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×