Viðskipti erlent

Hægt að skipta á milli myndavéla í miðju snappi

Samúel Karl Ólason skrifar
Auk þess að bæta við þessum notkunarmöguleika bætir nýjasta uppfærslan öryggi Snapchat.
Auk þess að bæta við þessum notkunarmöguleika bætir nýjasta uppfærslan öryggi Snapchat. Vísir/Getty
Notendur Snapchat í Apple símum geta nú flakkað á milli myndavéla á símum með nýrri uppfærslu forritsins. Þannig er nú hægt að sýna vinum sínum eitthvað sniðugt og skipta svo yfir á myndavélina sem beinist að þér og tjá þig um hið sniðuga sem áður var í mynd.

Það er gert með því að pikka tvisvar sinnum á skjáinn á meðan á upptöku stendur.

Enn sem komið er breytingin ekki til komin í Android tækjum, heldur eingöngu iOs. En biðin verður varla löng.

Auk þess að bæta við þessum notkunarmöguleika bætir nýjasta uppfærslan öryggi Snapchat samkvæmt Endagadget. Nú er hægt að biðja forritið um að senda SMS við innskráningu svo enginn annar komist inn á þinn reikning.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×