Sport

Berglind og Elísabet unnu gull | Sjáðu myndirnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Berglind og Elísabet fagna.
Berglind og Elísabet fagna. vísir/aðsend
Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir unnu í gær til gullverðlauna í strandblaki á Smáþjóðaleikunum. Þetta voru fyrstu gullverðlaun Íslands í strandblaki.

Smáþjóðaleikarnir voru eins og kunnugt er haldnir á Íslandi þetta árið, en þetta var í sextánda skiptið sem leikarnir fara fram. Ísland vann til bronsverðlauna árið 2007 í strandblaki, en þetta var í fyrsta skiptið sem Ísland vann til gullverðlauna í þessum flokki.

Þær Berglind og Elísabet unnu Mónakó í úrslitaleiknum, 2-0, en þær unnu alla fimm leiki sína á mótinu og töpuðu einungis einni hrinu. Magnaður árangur og mikill fögnuður brast út í Laugardalnum.

Andri Marinó, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, tók meðfylgjandi myndir sem má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×