Lífið

Meðlimir Sólstafa biðja um tilfinningalegt svigrúm

Jakob Bjarnar skrifar
Sólstafir, meðan allt lék í lyndi. Gummi trommari var rekinn og er skilnaðurinn sársaukafullur. Gummi trymbill, lengst til hægri, hefur verið látinn fara.
Sólstafir, meðan allt lék í lyndi. Gummi trommari var rekinn og er skilnaðurinn sársaukafullur. Gummi trymbill, lengst til hægri, hefur verið látinn fara.
Guðmundur Óli Pálmason, hinn þétti, taktfasti og skeleggi trymbill í þungarokkshljómsveitinni Sólstöfum, var rekinn úr hljómsveitinni. Ástæðan er djúpstæður persónulegur ágreiningur sem ekki verður gerður opinber. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á Facebooksíðu hljómsveitarinnar.

Vísir hefur greint frá því að Gummi trommari væri hættur, en hann hefur tjáð sig um sáran skilnað við hljómsveitina sem hann hefur gefið allt sitt í tæp 20 ár. Þar kemur meðal annars fram að honum hafi verið sagt upp störfum í tölvupósti, flugmiði í hans nafni var afturkallaður af meðlimum hljómsveitarinnar þannig að hann vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Í kjölfarið pantaði hann tíma hjá fjölskylduráðgjafa, sálfræðingi, fyrir sig og aðra meðlimi hljómsveitarinnar en allt kom fyrir ekki. Sættir tókust ekki.

Þetta er staðfest í yfirlýsingu frá öðrum hljómsveitarmeðlimum. Yfirlýsingin er á ensku, enda eiga Sólstafir fjölmarga erlenda aðdáendur og ná vinsældir hljómsveitarinnar langt út fyrir landsteina. Þar er því haldið fram að yfirlýsing Gumma hafi verið skrifuð í reiði og sárindum. Harmað er að ekki hafi verið send yfirlýsing fyrr, til að greina frá stöðu mála og viðkvæmri stöðu en það er vegna þess að lengi vel héldu þeir sem eftir eru í þungarokkssveitinni í þá von að lenging gæti náðst í þetta viðkvæma mál. Sú von reyndist því miður haldlaus og biðja þungarokkararnir aðdáendur um að sýna sér tilfinningalegt svigrúm, ekki síst af virðingu við fyrrverandi trymbil hljómsveitarinnar og einkalíf hans. Nánari upplýsingar um tildrög ágreiningsins eru ekki tíundaðar frekar, aðeins sagt að hann tengist ekki neinum einum atburði. Og eru aðdáendur Sólstafa beðnir um að virða það.

Yfirlýsingin í heild sinni fylgir hér neðar.

Vinsældir hljómsveitarinnar ná langt út fyrir landsteina og er því yfirlýsingin á ensku. Gummi trommari er annar frá vinstri á myndinni.stebba ósk
Yfirlýsing Sólstafa

It is with great pain but quiet respect, that we are making this official statement to inform you that for personal reasons beyond reconciliation, Sólstafir and Guðmundur "Gummi" Óli Palmasson have parted ways indefinitely.

There are always two sides to every story. No one knows the whole story other than those directly involved. As is the case in any relationship, all parties play their roles in creating and ending it. Both parties have their versions, and often at times, the point gets lost along the way, buried in emotions.

The bottom line is, Guðmundur is no longer in the band, because of a deep personal conflict that involves all three remaining members and cannot be solved. He is well aware of this.

The decision to part ways was absolutely not something that happened overnight, and we are genuinely pained by the way things have turned out. If the three of us had felt there was any way of mending the damage and moving forward with Guðmundur, then of course we would have - and we did make genuine efforts to do so. That is the reason for our silence. Waiting so long to make a statement was wrong on our part, and for that, we apologize. There are so many personal levels to this split. It has been very difficult to find the words while still respecting our individual privacy, Guðmundur's included.

Despite what we have read that appears to have been written in anger, bitterness, and seemingly spite, we continue to hold no ill will toward Guðmundur and sincerely want to thank him for all of his hard work and being such a huge part of the band for all these years. We acknowledge this fact every day and of course, he will receive his fair share. There was never any intention not to do this. We will never forget his role in Sólstafir, which is why we remain silent about the reasons now and in the future. We can only hope you respect and understand this.

Sólstafir will continue as a three piece with a session percussionist, just as we have since January of this year. We hope to see you all on the road and can only ask for your continued support.

With much love and respect,

Sólstafir

It is with great pain but quiet respect, that we are making this official statement to inform you that for personal...

Posted by SÓLSTAFIR on 5. júní 2015

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.