Þór nældi sér í afar sæt þrjú stig í dag er liðið sótti HK heim í Kórinn.
HK komst tvisvar yfir í leiknum með mörkum frá Guðmundi Atla Steinþórssyni og Guðmundi Magnússyni. Sveinn Elías Jónsson og Gunnar Örvar Stefánsson jöfnuðu þó fyrir Þór.
Það stefndi flest í að liðin myndu skipta með sér stigunum er Reynir Már Sveinsson skoraði sigurmark Þórs á 90. mínútu með laglegu skoti frá vítateig.
Þór komst með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar en hefur leikið einum leik meira en topplið Þróttar. Bæði lið eru með tólf stig.
HK er í sjötta sæti 1. deildar með sex stig.
