Lífið

Stjörnuspá Siggu Kling - Fiskarnir: Tapaðu þér

Sigga Kling skrifar
Elsku fiskarnir mínir. Hver sá maður sem hefur þig í vinnu er heppinn. Þú ættir kannski að vita að þegar þú hefur tækifæri í framtíðinni, ættir þú að ráða sjálfan þig í vinnu. Þú ert það mikilvægur, hvert sem þú ferð og hvað sem þú gerir. Stundum má maður líka alveg tapa sér í smá stund, missa aðeins vitið og öskra. Þegar þú ert stopp á ljósum er gott tækifæri til þess og ef þú ferð niður að sjó skaltu henda áhyggjunum og erfiðleikunum út á haf. Ekki dragnast með þetta með þér eins og þú ert að gera núna.

Þú ert svo meðvirkur, elsku fiskur, en að vera meðvirkur þýðir að vera virkur með öðrum og er í raun og veru ekki ljótt orð. Þú elskar vorið og að gera hlutina fallega í kringum þig. Þú átt eftir að vekja mikla athygli í sumar fyrir eitthvert afrek sem þú ert byrjaður að undirbúa, leynt eða ljóst.

Þeir sem eru á lausu mega alls ekki gefast upp á ástinni eða ástarmálunum sínum, því ekkert er eins og það sýnist í augnablikinu. Ég get sagt með sanni að þið elskið kannski of mikið, já, það er hægt.

Þetta er árið sem listamenn í fiskamerkinu eiga eftir að dafna og framkvæma hugmyndir sem eiga eftir að verða stórar og það er viss vakning í gangi hjá þeim.

Þunglyndi gæti bankað í þig, elskan mín, ef þú ert búinn að draga þig í hlé. Þá verður þú eins og fiskur á þurru landi og það er ekki góð tilfinning. Það er mikil hátíðniorka í kringum þig, þú skalt soga hana að þér. Þú þarft að muna hvers virði þú ert og verðleggja þig betur, ef þú ert að selja vinnuna þína. Þú ert svo mikill tískugúrú að ég skora á þig að ganga skrefi lengra í þeim málum því það er svo miklu skemmtilegra að vera litríkt blóm en bara gras. Þitt er valið, litli litríki regnbogans fiskur.

Mottó: 

Þú getur synt á móti straumnum

Frægir fiskar: Elísabet Ásberg listamaður, Diana Omel listamaður, Beggi hans Pacasar, Baltasar Kormákur töffari, Árni Johnen, Albert Einstein. 




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.