Lífið

Hlaupaleiðin í The Color Run

Stefán Árni Pálsson skrifar
Svona verður hlaupaleiðin.
Svona verður hlaupaleiðin. vísir
Búið er að opinbera hlaupaleiðina í The Color Run sem fram fer næsta laugardag. Hlaupið hefst innst í Hljómskálagarðinum, næst Vatnsmýrinni og hlaupið til norðurs meðfram Suðurtjörn í átt að Hörpu.

Þegar komið er framhjá Hörpu er snúið við á gatnamótum Kalkofnsvegar og Sæbrautar og hlaupið sömu leið til baka út Sóleyjargötuna og tekin hægri beygja meðfram Hljómskálagarðinum.

Beygt er inn Bjarkargötu í átt að Skothúsvegi og beygt þar til vinstri í átt að Suðurgötu og hún hlaupin niður að gatnamótum Vonarstrætis þar sem beygt er til hægri og inn Tjarnargötu í átt að Hljómskálagarðinum aftur þar sem endamarkið er.

Lokanir gatna

Óhjákvæmilegt er að loka nokkrum götum í miðbæ Reykjavíkur frá kl. 10 til 14 samhliða hlaupinu. Þær götur sem verða lokaðar vegna The Color Run eru:

  • Skothúsvegur á milli Suðurgötu og Sóleyjargötu
  • Sóleyjargata
  • Fríkirkjuvegur
  • Lækjargata
  • Kalkofnsvegur fyrir framan Hörpu til austurs á milli gatnamótanna við Lækjargötu og Faxagötu
  • Athugið að Kalkofnsvegur verður opin til vesturs
  • Faxagata á milli Sæbrautar og Skúlagötu
  • Skúlagata á milli Ingólfsstætis og Faxagötu
  • Bjarkargata
  • Suðurgata á milli Skothúsvegs og Vonarstrætis
  • Vonarstræti á milli Suðurgötu og Tjarnargötu
  • Tjarnargata á milli Vonarstrætis og Skothúsvegs

    The Color Run verslunin í Hörpu
Aðstandendur hlaupsins hvetja alla miðaeigendur að sækja hlaupagögn sín í The Color Run verslunina sem staðsett er á fyrstu hæð í Hörpu því von er á miklum fjölda þátttakenda í hlaupið og gera má ráð fyrir ört vaxandi örtröð eftir því sem nær dregur hlaupi.

Verslunin er opin frá kl. 11 til 19 fram til föstudagsins 5. júní. Einnig er hægt að skoða og kaupa ýmsan The Color Run varning til að gera skemmtun og upplifun af hlaupinu enn ánægjulegri.

Ísland í dag fékk okkur í smá spjall, þar sem hlaupaleiðin er kynnt. Endilega kíkið á og sendið áfram á hlaupavini :)

Posted by The Color Run Iceland on Monday, June 1, 2015

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×