Lífið

Redmayne fékk aðalhlutverkið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eddie Redmayne var hrærður á sviðinu þegar hann fékk Óskarinn.
Eddie Redmayne var hrærður á sviðinu þegar hann fékk Óskarinn. Vísir/Getty
Óskarsverðlaunahafinn Eddie Redmayne hefur landað aðalhlutverkinu í þríleiknum Fantastic Beasts and Where to Find Them sem verða myndir sem gerast í söguheimi Harry Potter.

Þessi 33 ára Breta mun leika New Scamander en myndirnar gerast 70 árum áður en sagan af Harry Potter hefst.

Fyrsta myndin verður frumsýnd 18. nóvember árið 2016 og skrifar J.K. Rowling, höfundur Harry Potter, handritin af myndunum.

Redmayne fékk Óskarinn fyrr á þessu ári fyrir hlutverk sitt í myndinni The Theory of Everything en þar leikur hann Stephen Hawking.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.