Einn af þeim sem stendur við bakkann þessa stundina er Steingrímur Sævarr Ólafsson en hann og hans veiðifélagi eru komnir með fimm flotta og vel haldna urriða í morgun. „Við erum staddir núna við Geirastaði og erum búnir að taka fimm fiska hérna sem eru allir feitir og flottir" sagði Steingrímur þegar við heyrðum í honum við bakkann áðan. "Það sem er helst að plaga okkur er veðrið en hér gengur á hríðarbylur og hitastigið er um mínus 2 gráður. Við fórum ekki út fyrr en um hálf níu í morgun og fyrstu morgunverkin voru að finna snjósköfuna í skottinu til að skafa bílinn“ bætir Steingrímur við. Miðað við spánna næstu daga lítur út fyrir að snjóskafa þurfi að vera staðalbúnaður í veiðitöskunni.

Ef þú vilt deila með okkur veiðifrétt og veiðimyndum máttu senda póst á kalli@365.is