Spyr hvort SÁÁ sé treystandi fyrir veiku fólki eftir framgöngu formanns Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. júní 2015 15:48 Kristín, talskona Rótarinnar, er ósátt við ummæli Arnþórs, formanns SÁÁ. Vísir/GVA Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, segir viðbrögð Arnþórs Jónssonar, formanns SÁÁ, bæði ómálefnaleg og ófagleg. „Þessi viðbrögð eru samtökunum til skammar,“ segir Kristín í samtali við Vísi. Í kjölfar gagnrýni Kristínar á þau meðferðarúrræði sem í boði eru hjá SÁÁ sakaði Arnþór hana í Facebook-hópi SÁÁ um gamaldags viðhorf – mikilmennsku og fordóma. „Talskonu Rótarinnar var misboðið að einhver svona „kardó-gaur“ var á sama sjúkrahúsi og hún og þau þurftu að nota sama mötuneyti,“ sagði Arnþór og tengdi við ummæli sín myndband af hvítri, eldri konu sem neitar að sitja við hliðina á ungum svörtum manni. Hún sagði í samtali við Vísi að hún íhugaði að kæra formanninn fyrir meiðyrði þar sem hann líkir henni við rasista með ummælum sínum. Sjá einnig: Formaður SÁÁ segir talskonu Rótarinnar sýna mikilmennsku og fordómaSegir formanninn snúa út úr orðum sínum Kristín segir Arnþór snúa út úr orðum sínum en að hún hafi eingöngu viljað benda á að það vantaði fjölbreyttari úrræði. Athugasemd hennar varðandi fyrrnefndan „kardó-gaur“ hafi ekki snúið að því að hún hafi þurft að umgangast hann heldur þá ábendingu að sambærileg meðferð hafi ekki hentað fyrir hana sem var að koma í sína fyrstu meðferð og hann sem var í sinni áttugustu. „Það sem ég er að benda á er að það vantar fjölbreyttari úrræði, langveikt fólk þarf kannski öðruvísi meðferð heldur en þeir sem eru í fyrsta skipti að reyna að taka á sínum vanda.“ Hún segir kerfið núna vera þannig að allir sem fari inn á Vog sæti sömu meðferð með litlum mismunandi áherslum varðandi kyn en þau séu ekki aðgreind.Meðferð er ekki kynjaskipt á Vogi nema að litlu leyti.Sjá einnig: „Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka“ „Sjúklingar greina sig sjálfir, panta innlög á einkarekið sjúkrahús, Vog. Ein greining er í boði: Banvænn heilasjúkdómur. Við þessum sjúkdómi er lækningin sem er helst notuð óháð því á hvaða stigi sjúkdómurinn er. Hún felst í glærusýningum með efni sem haldist hefur meira og minna óbreytt í áratugi og er samkvæmt hinu svokallaða Minnesóta-módeli sem beinist að því að koma fólki inn í AA-samtökin,” segir Kristín. „Ef meðferðin virkar ekki er ekki reynt að finna aðrar lausnir heldur er glærusýningin endurtekin, aftur og aftur. Áttatíu sinnum í tilfelli mannsins sem ég vísaði til. Ef meðferðin virkar samt ekki er almennt komist að þeirri niðurstöðu að eitthvað sé að sjúklingnum en ekki meðferðinni.”Ráðist opinberlega að sjúklingum stofnunarinnar Hún segir framgöngu Arnþórs til skammar og segir samtökin engan rétt hafa til þess að ráðast opinberlega að sjúklingum sínum eins og Arnþór gerir. Hins vegar hafi hún sem sjúklingur á Vogi þau mannréttindi að gagnrýna þá heilbrigðisþjónustu sem henni er veitt. „Maðurinn er formaður stórra almannaheilla samtaka sem fá hátt í milljarð á ári til að reka sjúkrahús,“ segir Kristín og spyr hvort að stjórn SÁÁ styðji Arnþór í framkomu sinni og ummælum. Jafnframt spyr hún hvort að aðrir í samtökunum telji svona framkomu við hæfi. Hann ráðist á manninn með ómálefnalegum hætti. „Það hlýtur að vera réttur hvers þess sem nýtir heilbrigðisþjónustu að gagnrýna hana án þess að lenda í þöggunartilburðum.“ Hún telur að umræðan hefði getað orðið til uppbyggingar ef vilji hefði verið fyrir hendi af hálfu talsmanns SÁÁ. „Að mínum dómi setur þetta þessi framganga stórt spurningarmerki við það hvort að þessum samtökunum er treystandi fyrir veiku fólki.” Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, segir viðbrögð Arnþórs Jónssonar, formanns SÁÁ, bæði ómálefnaleg og ófagleg. „Þessi viðbrögð eru samtökunum til skammar,“ segir Kristín í samtali við Vísi. Í kjölfar gagnrýni Kristínar á þau meðferðarúrræði sem í boði eru hjá SÁÁ sakaði Arnþór hana í Facebook-hópi SÁÁ um gamaldags viðhorf – mikilmennsku og fordóma. „Talskonu Rótarinnar var misboðið að einhver svona „kardó-gaur“ var á sama sjúkrahúsi og hún og þau þurftu að nota sama mötuneyti,“ sagði Arnþór og tengdi við ummæli sín myndband af hvítri, eldri konu sem neitar að sitja við hliðina á ungum svörtum manni. Hún sagði í samtali við Vísi að hún íhugaði að kæra formanninn fyrir meiðyrði þar sem hann líkir henni við rasista með ummælum sínum. Sjá einnig: Formaður SÁÁ segir talskonu Rótarinnar sýna mikilmennsku og fordómaSegir formanninn snúa út úr orðum sínum Kristín segir Arnþór snúa út úr orðum sínum en að hún hafi eingöngu viljað benda á að það vantaði fjölbreyttari úrræði. Athugasemd hennar varðandi fyrrnefndan „kardó-gaur“ hafi ekki snúið að því að hún hafi þurft að umgangast hann heldur þá ábendingu að sambærileg meðferð hafi ekki hentað fyrir hana sem var að koma í sína fyrstu meðferð og hann sem var í sinni áttugustu. „Það sem ég er að benda á er að það vantar fjölbreyttari úrræði, langveikt fólk þarf kannski öðruvísi meðferð heldur en þeir sem eru í fyrsta skipti að reyna að taka á sínum vanda.“ Hún segir kerfið núna vera þannig að allir sem fari inn á Vog sæti sömu meðferð með litlum mismunandi áherslum varðandi kyn en þau séu ekki aðgreind.Meðferð er ekki kynjaskipt á Vogi nema að litlu leyti.Sjá einnig: „Ég var mjög tilbúin að hætta að drekka“ „Sjúklingar greina sig sjálfir, panta innlög á einkarekið sjúkrahús, Vog. Ein greining er í boði: Banvænn heilasjúkdómur. Við þessum sjúkdómi er lækningin sem er helst notuð óháð því á hvaða stigi sjúkdómurinn er. Hún felst í glærusýningum með efni sem haldist hefur meira og minna óbreytt í áratugi og er samkvæmt hinu svokallaða Minnesóta-módeli sem beinist að því að koma fólki inn í AA-samtökin,” segir Kristín. „Ef meðferðin virkar ekki er ekki reynt að finna aðrar lausnir heldur er glærusýningin endurtekin, aftur og aftur. Áttatíu sinnum í tilfelli mannsins sem ég vísaði til. Ef meðferðin virkar samt ekki er almennt komist að þeirri niðurstöðu að eitthvað sé að sjúklingnum en ekki meðferðinni.”Ráðist opinberlega að sjúklingum stofnunarinnar Hún segir framgöngu Arnþórs til skammar og segir samtökin engan rétt hafa til þess að ráðast opinberlega að sjúklingum sínum eins og Arnþór gerir. Hins vegar hafi hún sem sjúklingur á Vogi þau mannréttindi að gagnrýna þá heilbrigðisþjónustu sem henni er veitt. „Maðurinn er formaður stórra almannaheilla samtaka sem fá hátt í milljarð á ári til að reka sjúkrahús,“ segir Kristín og spyr hvort að stjórn SÁÁ styðji Arnþór í framkomu sinni og ummælum. Jafnframt spyr hún hvort að aðrir í samtökunum telji svona framkomu við hæfi. Hann ráðist á manninn með ómálefnalegum hætti. „Það hlýtur að vera réttur hvers þess sem nýtir heilbrigðisþjónustu að gagnrýna hana án þess að lenda í þöggunartilburðum.“ Hún telur að umræðan hefði getað orðið til uppbyggingar ef vilji hefði verið fyrir hendi af hálfu talsmanns SÁÁ. „Að mínum dómi setur þetta þessi framganga stórt spurningarmerki við það hvort að þessum samtökunum er treystandi fyrir veiku fólki.”
Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira