Tónlistarhátíðin Secret Solstice hófst með pompi og prakt á hádegi í dag. Hátíðin stendur alla helgina í Laugardalnum og kemur fjöldi þekktra tónlistarmanna fram.
Á meðal þeirra sem stigu á svið í kvöld voru bandaríska söngkonan Kelis og íslensku sveitirnar Gus Gus, Ensími og Retro Stefson.
Að sögn blaðamanns Vísis sem var á hátíðinni fyrr í kvöld er geggjuð stemning í Laugardalnum. Ljósmyndari Vísis var einnig á svæðinu og tók fjölda mynda sem sjá má í albúminu hér að ofan.
