Bikarþreyta Blika ræður úrslitunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2015 08:00 Kristinn Jónsson hefur verið einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar. vísir/stefán Það eru tveir stórslagir í næstu umferð Pepsi-deildar karla. Topplið FH, sem á flesta sigra (6) allra liða á tímabilinu, tekur á móti Breiðabliki – eina taplausa liði deildarinnar – á Kaplakrikavelli annað kvöld. Á mánudagskvöld mætast svo Íslandsmeistarar Stjörnunnar og bikarmeistarar KR. Við beinum sjónum okkar nú að fyrrnefnda leiknum en Hjörvar Hafliðason, einn sérfræðinga Pepsi-markanna, segir að þrátt fyrir mikinn styrkleika liðanna séu vankantar á þeim báðum. „FH-ingar hafa verið að leka inn mörkum,“ segir hann og bendir á að aðeins einu sinni [gegn Víkingi] hefur FH haldið hreinu síðan liðið vann Val, 2-0, í annarri umferð þann 10. maí. „Það hefur verið áhyggjuefni fyrir Heimi Guðjónsson [þjálfara FH]. En hann ætti nú, loksins, að geta stillt upp sínu besta miðvarðapari,“ segir Hjörvar, sem reiknar með því að Guðmann Þórisson, sem spilaði í 90 mínútur þegar FH vann Grindavík í bikarnum á fimmtudag, sé orðinn góður af meiðslum sínum og spili með Kassim Doumbia í hjarta varnar FH.Byrjunarliðið eins og jólasería Arnar Grétarsson hefur ekki haft ríka ástæðu til að breyta byrjunarliði Breiðabliks. Liðið hefur unnið fimm deildarleiki í röð. „Við sáum það í bikarleiknum gegn KA að þeir ráða ekki við breytingar,“ segir Hjörvar en Arnar tefldi fram breyttu byrjunarliði gegn KA í bikarnum á fimmtudag og laut þá í lægra haldi í framlengdum leik. „Byrjunarlið Breiðabliks er eins og jólasería. Ef það vantar eina peru þá er allt saman ónýtt,“ segir Hjörvar og bætir við að úrslit leiksins muni líklega ráðast af því hversu þreyttir Blikarnir verða eftir að margir þeirra spiluðu 120 mínútur í bikarnum á fimmtudag. „Við sáum hvað gerðist þegar Stjarnan og Leiknir fóru í framlengingu í 32-liða úrslitum bikarsins. Bæði lið voru bensínlaus í næsta leik,“ segir Hjörvar. „Ég held því að óvissuþátturinn, sem gæti haft mikið að segja um leikinn, sé hversu mikil þreyta sitji í liði Breiðabliks.“Félagaskipti Kristjáns Flóka voru mikið í umræðunni í vetur.vísir/ernirHliðarsaga Kristjáns Flóka Kristján Flóki Finnbogason verður væntanlega í stóru hlutverki í sóknarlínu FH en félagaskipti hans í félagið frá FCK í Danmörku á vormánuðum vöktu mikla athygli. „Mál Kristjáns Flóka er skemmtileg hliðarsaga í þessum leik. Hann var á leiðinni í Breiðablik þegar hann hætti við á síðustu stundu og mamma hans ákvað svo að skrifa undir fyrir hann hjá FH,“ segir Hjörvar. „Kristján Flóki hefur staðið sig ágætlega þrátt fyrir að hafa skorað í aðeins tveimur leikjum af níu í deild og bikar í sumar.“ Hjörvar á von á að Heimir Guðjónsson stilli þeim Steven Lennon og Kristjáni Flóka saman upp í sóknarlínu FH en eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær eru þeir fyrsta framherjaparið í efstu deild undanfarinn áratug þar sem báðir aðilar afreka að skora þrennu á sama tímabilinu. Síðast gerðist það hjá Allan Borgvardt og Tryggva Guðmundssyni árið 2005. „FH-ingar geta ekki kvartað yfir því að geta spilað í mismunandi leikkerfum. Það gerir FH enn óútreiknanlegra. Blikar geta að sama skapi bara spilað samkvæmt 4-3-3 leikkerfinu vegna þess að þeir eiga bara einn framherja [Ellert Hreinsson] sem hefur þó verið að hitna og skorað í tveimur deildarleikjum í röð.“Líkleg byrjunarlið.Ekki tapað 90 mínútna leik Árið 2015 hefur verið gott hjá Breiðabliki og sjálfstraustið er mikið í liði Arnars Grétarssonar. „Arnar hefur sem þjálfari Breiðabliks ekki tapað í 90 mínútna fótboltaleik allt þetta ár og skiptir þá engu hvað mótið heitir,“ segir Hjörvar en ekkert lið hefur fengið á sig færri mörk í deildinni en Breiðablik í ár. „Ég held að það verði lítið skorað í þessum leik. Við fáum í allra mesta lagi þriggja marka leik,“ segir Hjörvar. „Eins og í öllum leikjum þá mun þetta ráðast af því hvort liðið gerir færri mistök. Og í undanförnum leikjum hafa FH-ingar gert varnarmistök í hverjum einasta leik.“ Hann telur að Breiðablik verði ekki jafn sókndjarft og í síðustu leikjum. „Stig væri mjög viðunandi fyrir Blika sem munu fara í Krikann til að verja stigið sitt.“Leikurinn hefst klukkan 20.00 annað kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Það eru tveir stórslagir í næstu umferð Pepsi-deildar karla. Topplið FH, sem á flesta sigra (6) allra liða á tímabilinu, tekur á móti Breiðabliki – eina taplausa liði deildarinnar – á Kaplakrikavelli annað kvöld. Á mánudagskvöld mætast svo Íslandsmeistarar Stjörnunnar og bikarmeistarar KR. Við beinum sjónum okkar nú að fyrrnefnda leiknum en Hjörvar Hafliðason, einn sérfræðinga Pepsi-markanna, segir að þrátt fyrir mikinn styrkleika liðanna séu vankantar á þeim báðum. „FH-ingar hafa verið að leka inn mörkum,“ segir hann og bendir á að aðeins einu sinni [gegn Víkingi] hefur FH haldið hreinu síðan liðið vann Val, 2-0, í annarri umferð þann 10. maí. „Það hefur verið áhyggjuefni fyrir Heimi Guðjónsson [þjálfara FH]. En hann ætti nú, loksins, að geta stillt upp sínu besta miðvarðapari,“ segir Hjörvar, sem reiknar með því að Guðmann Þórisson, sem spilaði í 90 mínútur þegar FH vann Grindavík í bikarnum á fimmtudag, sé orðinn góður af meiðslum sínum og spili með Kassim Doumbia í hjarta varnar FH.Byrjunarliðið eins og jólasería Arnar Grétarsson hefur ekki haft ríka ástæðu til að breyta byrjunarliði Breiðabliks. Liðið hefur unnið fimm deildarleiki í röð. „Við sáum það í bikarleiknum gegn KA að þeir ráða ekki við breytingar,“ segir Hjörvar en Arnar tefldi fram breyttu byrjunarliði gegn KA í bikarnum á fimmtudag og laut þá í lægra haldi í framlengdum leik. „Byrjunarlið Breiðabliks er eins og jólasería. Ef það vantar eina peru þá er allt saman ónýtt,“ segir Hjörvar og bætir við að úrslit leiksins muni líklega ráðast af því hversu þreyttir Blikarnir verða eftir að margir þeirra spiluðu 120 mínútur í bikarnum á fimmtudag. „Við sáum hvað gerðist þegar Stjarnan og Leiknir fóru í framlengingu í 32-liða úrslitum bikarsins. Bæði lið voru bensínlaus í næsta leik,“ segir Hjörvar. „Ég held því að óvissuþátturinn, sem gæti haft mikið að segja um leikinn, sé hversu mikil þreyta sitji í liði Breiðabliks.“Félagaskipti Kristjáns Flóka voru mikið í umræðunni í vetur.vísir/ernirHliðarsaga Kristjáns Flóka Kristján Flóki Finnbogason verður væntanlega í stóru hlutverki í sóknarlínu FH en félagaskipti hans í félagið frá FCK í Danmörku á vormánuðum vöktu mikla athygli. „Mál Kristjáns Flóka er skemmtileg hliðarsaga í þessum leik. Hann var á leiðinni í Breiðablik þegar hann hætti við á síðustu stundu og mamma hans ákvað svo að skrifa undir fyrir hann hjá FH,“ segir Hjörvar. „Kristján Flóki hefur staðið sig ágætlega þrátt fyrir að hafa skorað í aðeins tveimur leikjum af níu í deild og bikar í sumar.“ Hjörvar á von á að Heimir Guðjónsson stilli þeim Steven Lennon og Kristjáni Flóka saman upp í sóknarlínu FH en eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær eru þeir fyrsta framherjaparið í efstu deild undanfarinn áratug þar sem báðir aðilar afreka að skora þrennu á sama tímabilinu. Síðast gerðist það hjá Allan Borgvardt og Tryggva Guðmundssyni árið 2005. „FH-ingar geta ekki kvartað yfir því að geta spilað í mismunandi leikkerfum. Það gerir FH enn óútreiknanlegra. Blikar geta að sama skapi bara spilað samkvæmt 4-3-3 leikkerfinu vegna þess að þeir eiga bara einn framherja [Ellert Hreinsson] sem hefur þó verið að hitna og skorað í tveimur deildarleikjum í röð.“Líkleg byrjunarlið.Ekki tapað 90 mínútna leik Árið 2015 hefur verið gott hjá Breiðabliki og sjálfstraustið er mikið í liði Arnars Grétarssonar. „Arnar hefur sem þjálfari Breiðabliks ekki tapað í 90 mínútna fótboltaleik allt þetta ár og skiptir þá engu hvað mótið heitir,“ segir Hjörvar en ekkert lið hefur fengið á sig færri mörk í deildinni en Breiðablik í ár. „Ég held að það verði lítið skorað í þessum leik. Við fáum í allra mesta lagi þriggja marka leik,“ segir Hjörvar. „Eins og í öllum leikjum þá mun þetta ráðast af því hvort liðið gerir færri mistök. Og í undanförnum leikjum hafa FH-ingar gert varnarmistök í hverjum einasta leik.“ Hann telur að Breiðablik verði ekki jafn sókndjarft og í síðustu leikjum. „Stig væri mjög viðunandi fyrir Blika sem munu fara í Krikann til að verja stigið sitt.“Leikurinn hefst klukkan 20.00 annað kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira