Handbolti

Unnur komin heim í Gróttu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Unnur er komin heim.
Unnur er komin heim. mynd/grótta
Íslands, deildar- og bikarmeistarar Gróttu í handbolta kvenna hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir titilvarnirnar á næsta ári.

Landsliðskonan Unnur Ómarsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við meistarana, en hún lék með Skrim í norsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Unnur þekkir vel til hjá Gróttu þar sem hún spilaði þar frá 2011-2014, en hún á að baki 20 leiki fyrir A-landslið Íslands.

„Það var ekkert annað lið sem kom til greina en Grótta þegar ég ákvað að koma aftur til Íslands. Í Gróttu er allt til alls; gott lið, góður þjálfari og góð umgjörð,“ segir Unnur í fréttatilkynningu frá Gróttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×