Skrúðganga í miðbænum: „Borgið okkur mannsæmandi laun og hættið að nauðga okkur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. júní 2015 10:57 María Lilja er ein af þeim sem ætlar sér að mæta. „Það er skelfilega sorglegt að á 100 ára afmæli kosningaréttarins skuli ekkert vera í hátíðardagskrá sem tekur mið af þeirri sterku feminísku undiröldu sem hefur rutt sér til rúms undanfarna mánuði,“ segir María Lilja Þrastardóttir en hún er ein af þeim sem ætlar sér að mæta í skrúðgöngu frá Miðbæjarskóla klukkan 15:45. Stofnað hefur verið til viðburðar á Facebook undir nafinu Engin helvítis blóm: borgið okkur mannsæmandi laun og hættið að nauðga okkur hefur boðað til skrúðgöngu frá Miðbæjarskóla og svo í mótmælastöðu á Austurvelli kl: 16:00 í dag. „Í stað þess að mæta kröfum kvenna og yfir hundrað ára baráttu okkar fyrir jafnrétti á að heiðra okkur með blómsveigum, ræðu frá karlmanni; Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis og forláta styttu af, með fullri virðingu, íhaldsamri forréttindakonu.“ Hún segir að ráðamenn hafi gefið kvennastéttum fingurinn með lögum sem takmarka frelsi þeirra til að mótmæla óréttlátum kjörum. Appelsínugular og gular prófílmyndir hafa vakið mikla athygli á Facebook undanfarna daga. Appelsínugul andlit fyrir þau okkar sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi, gul andlit fyrir þá sem vita af einhverjum sem hefur orðið fyrir slíku eða vilja sýna brotaþolum samstöðu. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa um 400 manns boðað komu sína. Á Facebook síðu viðburðarins segir: „Konur stigu fram og greindu frá kynferðisofbeldi og notuðu #konurtala, #þöggun til að tjá sig, þær hafa krafist þess að fá að skilgreina líkama sinn sjálfar undir #freethenipple, þær skora drusluskömmun á hólm, þær hafa sagt samfélaginu frá misrétti sem þær verða fyrir undir #6dagsleikinn, fatlaðar konur hafa beint sjónum að margþættu misrétti sem þær verða fyrir og konur eru að krefjast bættra kjara. Krafturinn og samstaðan sem konur hafa sýnt undanfarnar vikur í að berjast fyrir jöfnum réttindum er ólýsanlegur.“ Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira
„Það er skelfilega sorglegt að á 100 ára afmæli kosningaréttarins skuli ekkert vera í hátíðardagskrá sem tekur mið af þeirri sterku feminísku undiröldu sem hefur rutt sér til rúms undanfarna mánuði,“ segir María Lilja Þrastardóttir en hún er ein af þeim sem ætlar sér að mæta í skrúðgöngu frá Miðbæjarskóla klukkan 15:45. Stofnað hefur verið til viðburðar á Facebook undir nafinu Engin helvítis blóm: borgið okkur mannsæmandi laun og hættið að nauðga okkur hefur boðað til skrúðgöngu frá Miðbæjarskóla og svo í mótmælastöðu á Austurvelli kl: 16:00 í dag. „Í stað þess að mæta kröfum kvenna og yfir hundrað ára baráttu okkar fyrir jafnrétti á að heiðra okkur með blómsveigum, ræðu frá karlmanni; Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis og forláta styttu af, með fullri virðingu, íhaldsamri forréttindakonu.“ Hún segir að ráðamenn hafi gefið kvennastéttum fingurinn með lögum sem takmarka frelsi þeirra til að mótmæla óréttlátum kjörum. Appelsínugular og gular prófílmyndir hafa vakið mikla athygli á Facebook undanfarna daga. Appelsínugul andlit fyrir þau okkar sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi, gul andlit fyrir þá sem vita af einhverjum sem hefur orðið fyrir slíku eða vilja sýna brotaþolum samstöðu. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa um 400 manns boðað komu sína. Á Facebook síðu viðburðarins segir: „Konur stigu fram og greindu frá kynferðisofbeldi og notuðu #konurtala, #þöggun til að tjá sig, þær hafa krafist þess að fá að skilgreina líkama sinn sjálfar undir #freethenipple, þær skora drusluskömmun á hólm, þær hafa sagt samfélaginu frá misrétti sem þær verða fyrir undir #6dagsleikinn, fatlaðar konur hafa beint sjónum að margþættu misrétti sem þær verða fyrir og konur eru að krefjast bættra kjara. Krafturinn og samstaðan sem konur hafa sýnt undanfarnar vikur í að berjast fyrir jöfnum réttindum er ólýsanlegur.“
Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira