Sverrir Bergmann syngur titillag kvikmyndarinnar Albatross Stefán Árni Pálsson skrifar 15. júní 2015 16:00 Albatross er nýtt lag frá Sverri Bergmann og er það titillag kvikmyndarinnar Albatross sem frumsýnd verður 19. júní. Lagið er samið af Halldóri Gunnari Pálssyni og er tekið upp í hljóðveri Fjallabræðra en forsprakki þeirra, Halldór, sá einnig um að semja tónlist fyrir myndina. Samstarf Halldórs Gunnars og Sverris undanfarin ár hefur verið gjöfult og sungu þeir sig inn í hjörtu margra með þjóðhátíðarlaginu Þar sem hjartað slær. Myndin Albatross fjallar um ungan mann að nafni Tómas sem verður ástfanginn og ákveður að leggja framtíðarplönin á hilluna til að elta kærustu sína vestur á firði þar sem hann ræður sig í sumarvinnu hjá Golfklúbbi Bolungarvíkur. Ekki beint það sem hann hafði hugsað sér eftir háskólanám en ástin spyr hvorki um stað né stund. Þar kynnist hann ansi skrautlegum samstarfsmönnum og virkilega metnaðarfullum yfirmanni sem þráir ekkert heitara en að fá stórmót á golfvöllinn í Bolungarvík og líst Tómasi ekki beint á blikuna. Allt gerir hann þetta þó fyrir hina einu sönnu en svo dynja áföllin yfir. Þannig er söguþráður gamanmyndarinnar Albatros sem tekin var upp af upprennandi kvikmyndagerðarfólki sem lagði af stað í afar metnaðarfullt verkefni sem er á lokametrunum. Hlutverk Tómasar er í höndum Ævars Arnar Jóhannssonar en með önnur helstu hlutverk myndarinnar fara Finnbogi Dagur Sigurðsson, Gunnar Kristinsson, og Birna Hjaltalín Pálmadóttir. Faðir hennar, Pálmi Gestsson, fer með hlutverk hins ofur metnaðarfulla yfirmanns Tómasar, Kjartans hins alíslenska smákóngs, sem hatar ekkert meira en Ísfirðinga og þá sérstaklega formann Golklúbbs Ísafjarðar, Þránd, sem leikinn er af Guðmundi Magnúsi Kristjánssyni. Tónlist Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Albatross er nýtt lag frá Sverri Bergmann og er það titillag kvikmyndarinnar Albatross sem frumsýnd verður 19. júní. Lagið er samið af Halldóri Gunnari Pálssyni og er tekið upp í hljóðveri Fjallabræðra en forsprakki þeirra, Halldór, sá einnig um að semja tónlist fyrir myndina. Samstarf Halldórs Gunnars og Sverris undanfarin ár hefur verið gjöfult og sungu þeir sig inn í hjörtu margra með þjóðhátíðarlaginu Þar sem hjartað slær. Myndin Albatross fjallar um ungan mann að nafni Tómas sem verður ástfanginn og ákveður að leggja framtíðarplönin á hilluna til að elta kærustu sína vestur á firði þar sem hann ræður sig í sumarvinnu hjá Golfklúbbi Bolungarvíkur. Ekki beint það sem hann hafði hugsað sér eftir háskólanám en ástin spyr hvorki um stað né stund. Þar kynnist hann ansi skrautlegum samstarfsmönnum og virkilega metnaðarfullum yfirmanni sem þráir ekkert heitara en að fá stórmót á golfvöllinn í Bolungarvík og líst Tómasi ekki beint á blikuna. Allt gerir hann þetta þó fyrir hina einu sönnu en svo dynja áföllin yfir. Þannig er söguþráður gamanmyndarinnar Albatros sem tekin var upp af upprennandi kvikmyndagerðarfólki sem lagði af stað í afar metnaðarfullt verkefni sem er á lokametrunum. Hlutverk Tómasar er í höndum Ævars Arnar Jóhannssonar en með önnur helstu hlutverk myndarinnar fara Finnbogi Dagur Sigurðsson, Gunnar Kristinsson, og Birna Hjaltalín Pálmadóttir. Faðir hennar, Pálmi Gestsson, fer með hlutverk hins ofur metnaðarfulla yfirmanns Tómasar, Kjartans hins alíslenska smákóngs, sem hatar ekkert meira en Ísfirðinga og þá sérstaklega formann Golklúbbs Ísafjarðar, Þránd, sem leikinn er af Guðmundi Magnúsi Kristjánssyni.
Tónlist Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein