Lífið

Ræða Gunnars Braga nú grípandi popplag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gunnar Bragi Sveinsson
Gunnar Bragi Sveinsson
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hélt kröftuga ræðu á Alþingi á föstudaginn og gerði bókstaflega allt vitlaust.

Eina málið sem var á dagskrá var frumvarp til laga sem kemur til með að binda enda á verkföll BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Enn hefur ekki tekist að taka málið sjálft á dagskrá þar sem þingmenn hafa haldið ítrekaðar ræður um fundarstjórn forseta.

„Það er gaman að sjá hve stjórnarandstaðan nýtur sín í sviðsljósinu. Hvernig var þetta þegar sett voru lög á flugvirkja? Ekki var talað um hroka og kjarkleysi þá,“ sagði utanríkisráðherra þegar hann steig upp í pontu. „Hverjir voru það sem þorðu að taka á kröfuhöfum? Hverjir lækkuðu lánin heimilanna?“

Þingmenn stjórnarandstöðunnar kölluðu ókvæðisorðum að Gunnari á meðan ræðunni stóð.

Á síðu Nútímans er kominn út poppslagari úr ræðu Gunnars. Lagið heitir: Hvar er kjarkurinn feat. Bjarni Ben. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem svona lag kemur út á síðu Nútímans en áður urðu orð Sveinbjargar Birnu að heilalími.

Sjá einnig: Ummæli Sveinbjargar Birnu orðin að heilalími

Hlusta má á lagið hér að neðan, það er stórkostlegt. Einnig hefur umræða skapast um lagið á Twitter og þá styðjast notendur við kassamerkið #hvarerkjarkurinn








Fleiri fréttir

Sjá meira


×