Matur

Grilluð epli með hnetusmjörs- og mjólkursúkkulaðifyllingu

Rikka skrifar
Eyþór Rúnarsson bjó til ómótstæðilegan eftirrétt í þætti sínum Grill- og sumarréttir Eyþórs á Stöð 2 í gærkvöldi.



Grilluð epli m
eð hnetusmjörs- og mjólkursúkkulaðifyllingu

4 stk græn epli

100 gr smjör (við stofuhita)

2 msk púðursykur

50 gr hnetusmjör (við stofuhita)

60 gr mjólkursúkkulaði ,

Milk of Madagascar súkkulaði 45 %

4 msk smjör (við stofuhita)

4 tsk kanilsykur (kanill og hrásykur)

100 gr salthnetur (saxaðar)

4 kúlur vanilluís 

Skerið toppinn af eplunum og setjið til hliðar. Skerið kjarnann úr með parísarjárni og gerið litla holu inn í eplið. Hrærið saman smjörið,

hnetusmjörið og púðursykurinn í 2-3 mín. Skerið súkkulaðið fínt niður og blandið saman við smjörið, hnetusmjörið og púðursykurinn.

Fyllið eplin með fyllingunni og setjið toppinn af eplinu yfir. Rífið niður álpappír í hæfilegri stærð til að hylja allt eplið. Smyrjið með ca. 1 msk af smjöri og tsk. af kanilsykri hvert og eitt. Vefjið hverju epli fyrir sig inn í álpappírinn. Setjið á heitt grillið í 25 mín.

Takið úr álpappírnum og berið fram með vanilluísnum og salthnetunum.


Tengdar fréttir

Vanillukrem og marengs með jarðarberjum og bláberjum

Ómótstæðilegur eftirréttur úr smiðju Eyþórs Rúnarssonar úr þættinum Eldhúsið hans Eyþórs á Stöð 2. Í síðasta þætti voru egg í aðalhlutverki og því ekki úr vegi að baka marens.

Ólífukökur úr Eldhúsinu hans Eyþórs

Í síðasta þætti Elhússins hans Eyþór var aðaláherslan lögð á ólífur. Í þessu smákökum er bæði að finna ólífuolíu sem og ólífurnar sjálfar. Þær eru mjög skemmtilegar og alveg tilvaldar með ísköldu freyðivíni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×