Lífið

Í beinni aftur í tímann: Horfðu á útgáfutónleika Sigurrósar frá árinu 1999

Stefán Árni Pálsson skrifar
Platan Ágætis byrjun kom út árið 1999.
Platan Ágætis byrjun kom út árið 1999.
Sigurrós er löngu orðin ein frægasta hljómsveit okkar Íslendinga í heiminum og á sveitin fjölmarga aðdáendur.

Árið 1999 kom út platan Ágætis byrjun og sló hún rækilega í gegn, bæði hér á landi sem og út í heimi.

Klukkan 21 í kvöld verður 16 ára gömlum útgáfutónleikum Sigurrósar streymt hér á þessari síðu en þeir fóru fram í Íslensku Óperunni. Þeir voru haldnir fyrir akkúrat 16 árum í dag og þá einnig klukkan 21.

Ágætis byrjun var önnur breiðskífa hljómsveitarinnar en samt sem áður plata sem kom þeim á kortið. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.