Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Breiðablik - Víkingur 4-1 | Sjáðu mörkin Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Kópavogsvelli skrifar 14. júní 2015 22:00 Breiðablik heldur í við topplið FH en liðið náði að minnka forystu Hafnfirðinga aftur í eitt stig með 4-1 sigri á Víkingi á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn var galopinn og bauð upp á fullt af færum. Kristinn Jónsson skoraði tvö marka Blika og þeir Höskuldur Gunnlaugsson og Ellert Hreinsson eitt hvor. Rolf Toft skoraði mark Víkinga. Kristinn lét enn til sín taka í liði heimamanna en hann skoraði tvívegis með skömmu millibili í fyrri hálfleik. Víkingar vildu fá vítaspyrnu stuttu síðar en fengu ekki. Því mótmælti Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, kröftuglega í hálfleik og fékk fyrir það rautt spjald hjá Garðari Erni Hinrikssyni. Hann sat því uppi í stúku í síðari hálfleik. Víkingar voru þó afar baráttuglaðir í kvöld og uppskáru mark snemma í síðari hálfleik eftir að hafa byrjað hálfleikinn af miklum krafti.Grænda pandan var í stuði í kvöld.vísir/ernirÞrátt fyrir að Víkingar sóttu stíft að ná jöfnunarmarkinu eru einstaklingsgæðin mikil í liði Blika. Þeir Kristinn og Höskuldur Gunnlaugsson sameinuðust um að gera svo gott sem út um leikinn er Höskuldur kom Breiðabliki 3-1 yfir með frábæru skoti. Ellert Hreinsson færði sér svo varnarmistök Víkinga í nyt er hann innsiglaði endanlega sigur Blika með fjórða markinu í lok leiksins. Víkingar eru enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri síðan í fyrstu umferð tímabilsins en þrátt fyrir allt var tapið í kvöld ekki jafn sannfærandi og lokatölurnar gefa til kynna. Baráttan var til staðar en mistökin voru hins vegar helst til of mörg. Blikar hófu leikinn af sama krafti og þeir hafa verið að spila í síðustu leikjum. Heimamenn voru óhræddir við að henda öllu sínu fram, ekki síst bakverðina Arnór Svein og Kristin sem voru duglegir að skapa usla. Víkingar fengu þó nokkur hálffæri en eftir eitt slíkt sóttu Blikar hratt fram og Höskuldur Gunnlaugsson, sem skoraði tvö mörk í 3-0 sigri U-21 liðs Íslands á Makedóníu fyrir fáeinum dögum, átti eitraða sendingu inn í teig á Kristinn sem afgreiddi knöttinn laglega í netið.Eller Hreinsson skorar fjórða markið.vísir/ernirÞó svo að það hafi verið meiri yfirvegun í spili Breiðabliks héldu gestirnir áfram að reyna og uppskáru gott færi nokkrum mínútum eftir mark Kristins en Arnþór Ingi Kristinsson náði ekki að stýra sendingu Rolf Toft í netið af stuttu færi. Stuttu síðar, á 26. mínútu, fengu Víkingar aðra vatnsgusu í andlitið þegar Kristinn skoraði öðru sinni, í þetta sinn er hann fylgdi eftir skoti Ellerts í teignum. Aðdragandinn var þó umdeildur enda hafði Igor Taskovic orðið fyrir meiðslum rétt áður en Blikar komust inn í teig. En það var þó ekki fyrr en tíu mínútum síðar að Víkingar urðu virkilega reiðir út í Garðar Örn Hinriksson dómara. Andri Rúnar Bjarnason var þá sloppinn inn en féll eftir, að því virtist, snertingu frá Kristni Jónssyni. En ekkert var dæmt og það voru gestirnir ósáttir við. Víkingar sóttu mikið í fyrri hálfleik, oftast eftir mistök Breiðabliks á vallarhelmingi gestanna. Þar sem bakverðirnir voru oft komnir langt fram skildu þeir eftir mikið svæði fyrir kantmenn Víkinga. En þrátt fyrir allar marktilraunirnar og hálffærin vantaði upp á almennilegan kraft í vítateignum til að hóta því almennilega að binda enda á félagsmet Gunnleifs Gunnleifssonar. Það breyttist þó í síðari hálfleik því Víkingar hófu hann af fítonskrafti og uppskáru réttilega mark, eftir góðan sprett Rolf Toft og fínt skot. Gunnleifur var sigraður í fyrsta sinn í 451 mínútu í Pepsi-deild karla.Oliver Sigurjónsson í baráttunni við Andra Rúnar Bjarnason.vísir/ernirVíkingar sóttu áfram en þeir voru slegnir í rot þegar Höskuldur skoraði þriðja mark Blika með frábæru skoti. Víkingar reyndu hvað þeir gátu að sækja en ekkert gekk, þrátt fyrir nokkur ágæt færi. Enn eitt áfallið dundi svo yfir það er Ellert skoraði fjórða mark Blika eftir varnarmistök. Það hefur verið mikill og góður liðsbragur á liði Breiðabliks hingað til í sumar en hann vantaði í kvöld. Þess í stað voru það einstaklingsgæði ákveðnna leikmanna, allra helst Kristins og Höskuldar, sem sáu um Víkinga. Kristinn sannaði enn og aftur mikilvægi sitt í deildinni og Höskuldur minnti á sig með glæsilegri stoðsendingu í fyrsta markinu og svo frábærum tilþrifum í þriðja marki Blika, sem gerði út um leikinn. En Víkingar áttu hins vegar fleiri marktilraunir í leiknum - sextán talsins, sem er afar óvenjulegt fyrir þétta vörn Breiðabliks. Þar voru menn ekki á tánum og langt frá því sem þeir hafa sýnt lengi vel í sumar. Bæði lið gerðu vel í að færa sér tapaða bolta og mistök andstæðingsins í nyt og með réttu hefðu mun fleiri mörk átt að líta dagsins ljós en gerðu í kvöld - sérstaklega hjá Víkingum. En barátta færir mönnum litla huggun þegar menn ganga af velli með fjögur mörk á bakinu og ljóst að Víkingar þurfa að fara í rækilega naflaskoðun, ætli ekki illa að fara hjá þeim röndóttu í sumar. Breiðablik getur að sama skapi dregið styrk af því að hafa unnið þrátt fyrir að því er virðist sannfærandi 4-1 sigur þrátt fyrir að leikurinn í kvöld hafi langt í frá verið þeirra besti í sumar. Það hefur stundum verið kallaður meistarabragur.Ólafur horfir á seinni hálfleikinn úr stúkunni.vísir/ernirÓli Þórðar um rauða spjaldið: Hann þoldi ekki sannleikann Var rekinn út af í hálfleik á leik Breiðabliks og Víkings fyrir að mótmæla dómgæslu Garðars Arnar Hinrikssonar. Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, var allt annað en ánægður með þá ákvörðun Garðars Arnar Hinrikssonar dómara að dæma Víkingum ekki víti seint í fyrri hálfleik gegn Breiðabliki í kvöld. Breiðablik vann Víkinga, 4-1, en í stöðunni 2-0 var Andri Rúnar Bjarnason felldur, að því er virtist, í teig Blika. Garðar dæmdi hins vegar ekkert. Í hálfleik gekk Ólafur hart fram í mótmælum sínum og var fyrir það rekinn upp í stúku. „Ég þurfti að ræða aðeins málin við dómarann í hálfleik og hann þoldi ekki sannleikann. Hann átti að gefa okkur víti í fyrri hálfleik. Það sáu allir en hann þorði ekki að dæma það,“ sagði Ólafur spurður um málið. Hann segir að ákvörðun Garðars Arnar hafi breytt miklu í leiknum. „En það var ekki það sem réði úrslitum í leiknum. Blikarnir mættu mun grimmari en við til leiks og við gáfum þeim tvö auðveld mörk í byrjun.“ Ólafur sagði þrátt fyrir allt ekki vera ánægður með viðbrögð sinna manna eftir að hafa lent 2-0 undir. Víkingar skoruðu þá mark snemma í síðari hálfleik og voru nálægt því að jafna. „Nei, við fengum á okkur tvö mörk í seinni hálfleik líka og ég er ekki sáttur við það. Við þurfum að verja markið okkar ef við ætlum að fá einhver stig.“ Víkingur vann síðast leik í fyrstu umferð tímabilsins en Ólafur hefur þrátt fyrir það ekki áhyggjur af stöðu liðsins. „Nei, ég hef ekki áhyggjur en auðvitað er þetta drullusvekkjandi. En ég vil sjá að menn leggi sig meira fram þegar það er svona mikið í húfi. Það vantaði klárlega upp á það í dag því annars hefðum við ekki fengið svona mörg mörk á okkur.“Arnar ræðir málin við sína menn í kvöld.vísir/ernirArnar: Skrýting tilfinning eftir leik Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigurinn en fannst vanta upp á frammistöðu sinna manna í 4-1 sigrinum á Víkingi í kvöld. „Ég held að þetta hafi ekki verið okkar besti leikur, langt í frá. Víkingar voru inni í leiknum lengi vel og tölurnar skrýtnar eftir því. Engu að síður er ég mjög ánægður með skora fjögur mörk,“ sagði Arnar. „Að vísu fengum við mark á okkur og hefðum við getað fengið fleiri á okkur í kvöld. Maður er því með svolítið skrýtna tilfinningu eftir leik en fyrst og fremst vildi maður vinna og það er gott að hafa unnið þrátt fyrir að hafa spilað illa. Það er það sem ég tek út úr þessum leik.“ Hann segir að leikmenn hafi barist og reynt að gera réttu hlutina. „En við vorum langt frá þeim og þeir voru duglegir við að skapa sér færi. Við gerðum þeim ekki erfitt fyrir.“ Arnar tekur undir að einstaklingsgæði hafi að hluta til, að minnsta kosti, haft mikið að segja í mörkum Breiðabliks. Þó hafi mistök Víkinga einnig hjálpað til. „Þetta var því ekkert ósvipað og í landsleiknum gegn Tékkum. Tékkarnir gáfu okkur boltann og Kolbeinn afgreiddi það snilldarvel. Það var svipað þegar Ellert fékk boltann og kláraði færið vel.“ Staðan í hálfleik var 2-0 en Arnar segir að Víkingar hafi verið betri í upphafi síðari hálfleik, þegar þeir náðu að minnka muninn. „En þriðja markið kæfði nokkurn veginn leikinn og gerði út um vonir þeirra,“ sagði Arnar. „Ég hef engar áhyggjur af hlutunum en veit þó að við getum spilað miklu betur. Maður er ánægður að vinna þegar við spilum ekki vel og ég veit að strákarnir vita að þeir geta miklu betur. Þetta var ekki sannfærandi sigur eins og tölurnar gefa til kynna. Það er langt í frá.“Blikar fagna fjórða markinu.vísir/ernirKristinn: Skrýtinn leikur Kristinn Jónsson átti enn einn stórleikinn fyrir Breiðablik gegn Víkingum í kvöld er hans menn unnu sinn fimmta leik í röð. Lokatölur 4-1 fyrir Blika. „Mér fannst við byrja leikinn ansi vel en við gáfum ansi mikið eftir eftir annað markið okkar. Þetta var skrýtinn leikur að horfa á,“ sagði Kristinn sem var maður leiksins í kvöld. „Leikurinn var opinn og í raun gáfu bæði lið færi á sér. Bæði lið komu sér í færi sem þau náðu ekki að nýta sér nægilega vel og þegar liðin töpuðu boltanum var mikið pláss til að sækja fram á og skapa sér eitthvað.“ „Hins vegar segir sigurinn heilmikið um gæði liðsins og hvernig við erum að spila þessa dagana. Það er góð holning á liðinu og við mætum inn í alla leiki af krafti. Við ætlum okkur að ná ákveðnum markmiðum í sumar og það endurspeglast í frammistöðunni.“ „Við ætlum okkur að vera á meðal efstu þriggja liðanna og við verðum því að halda áfram á þessari braut og halda áfram að gera það sem við höfum verið að gera.“ Kristinn skoraði tvö og lagði upp eitt til viðbótar og hann segist vitaskuld ánægður með það. „Það skiptir ekki öllu máli hver skorar mörkin svo lengi sem við fáum þrjú stig. En það er alltaf gaman að skora og leggja upp - það er aukabónus fyrir mig.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Sjá meira
Breiðablik heldur í við topplið FH en liðið náði að minnka forystu Hafnfirðinga aftur í eitt stig með 4-1 sigri á Víkingi á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn var galopinn og bauð upp á fullt af færum. Kristinn Jónsson skoraði tvö marka Blika og þeir Höskuldur Gunnlaugsson og Ellert Hreinsson eitt hvor. Rolf Toft skoraði mark Víkinga. Kristinn lét enn til sín taka í liði heimamanna en hann skoraði tvívegis með skömmu millibili í fyrri hálfleik. Víkingar vildu fá vítaspyrnu stuttu síðar en fengu ekki. Því mótmælti Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, kröftuglega í hálfleik og fékk fyrir það rautt spjald hjá Garðari Erni Hinrikssyni. Hann sat því uppi í stúku í síðari hálfleik. Víkingar voru þó afar baráttuglaðir í kvöld og uppskáru mark snemma í síðari hálfleik eftir að hafa byrjað hálfleikinn af miklum krafti.Grænda pandan var í stuði í kvöld.vísir/ernirÞrátt fyrir að Víkingar sóttu stíft að ná jöfnunarmarkinu eru einstaklingsgæðin mikil í liði Blika. Þeir Kristinn og Höskuldur Gunnlaugsson sameinuðust um að gera svo gott sem út um leikinn er Höskuldur kom Breiðabliki 3-1 yfir með frábæru skoti. Ellert Hreinsson færði sér svo varnarmistök Víkinga í nyt er hann innsiglaði endanlega sigur Blika með fjórða markinu í lok leiksins. Víkingar eru enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri síðan í fyrstu umferð tímabilsins en þrátt fyrir allt var tapið í kvöld ekki jafn sannfærandi og lokatölurnar gefa til kynna. Baráttan var til staðar en mistökin voru hins vegar helst til of mörg. Blikar hófu leikinn af sama krafti og þeir hafa verið að spila í síðustu leikjum. Heimamenn voru óhræddir við að henda öllu sínu fram, ekki síst bakverðina Arnór Svein og Kristin sem voru duglegir að skapa usla. Víkingar fengu þó nokkur hálffæri en eftir eitt slíkt sóttu Blikar hratt fram og Höskuldur Gunnlaugsson, sem skoraði tvö mörk í 3-0 sigri U-21 liðs Íslands á Makedóníu fyrir fáeinum dögum, átti eitraða sendingu inn í teig á Kristinn sem afgreiddi knöttinn laglega í netið.Eller Hreinsson skorar fjórða markið.vísir/ernirÞó svo að það hafi verið meiri yfirvegun í spili Breiðabliks héldu gestirnir áfram að reyna og uppskáru gott færi nokkrum mínútum eftir mark Kristins en Arnþór Ingi Kristinsson náði ekki að stýra sendingu Rolf Toft í netið af stuttu færi. Stuttu síðar, á 26. mínútu, fengu Víkingar aðra vatnsgusu í andlitið þegar Kristinn skoraði öðru sinni, í þetta sinn er hann fylgdi eftir skoti Ellerts í teignum. Aðdragandinn var þó umdeildur enda hafði Igor Taskovic orðið fyrir meiðslum rétt áður en Blikar komust inn í teig. En það var þó ekki fyrr en tíu mínútum síðar að Víkingar urðu virkilega reiðir út í Garðar Örn Hinriksson dómara. Andri Rúnar Bjarnason var þá sloppinn inn en féll eftir, að því virtist, snertingu frá Kristni Jónssyni. En ekkert var dæmt og það voru gestirnir ósáttir við. Víkingar sóttu mikið í fyrri hálfleik, oftast eftir mistök Breiðabliks á vallarhelmingi gestanna. Þar sem bakverðirnir voru oft komnir langt fram skildu þeir eftir mikið svæði fyrir kantmenn Víkinga. En þrátt fyrir allar marktilraunirnar og hálffærin vantaði upp á almennilegan kraft í vítateignum til að hóta því almennilega að binda enda á félagsmet Gunnleifs Gunnleifssonar. Það breyttist þó í síðari hálfleik því Víkingar hófu hann af fítonskrafti og uppskáru réttilega mark, eftir góðan sprett Rolf Toft og fínt skot. Gunnleifur var sigraður í fyrsta sinn í 451 mínútu í Pepsi-deild karla.Oliver Sigurjónsson í baráttunni við Andra Rúnar Bjarnason.vísir/ernirVíkingar sóttu áfram en þeir voru slegnir í rot þegar Höskuldur skoraði þriðja mark Blika með frábæru skoti. Víkingar reyndu hvað þeir gátu að sækja en ekkert gekk, þrátt fyrir nokkur ágæt færi. Enn eitt áfallið dundi svo yfir það er Ellert skoraði fjórða mark Blika eftir varnarmistök. Það hefur verið mikill og góður liðsbragur á liði Breiðabliks hingað til í sumar en hann vantaði í kvöld. Þess í stað voru það einstaklingsgæði ákveðnna leikmanna, allra helst Kristins og Höskuldar, sem sáu um Víkinga. Kristinn sannaði enn og aftur mikilvægi sitt í deildinni og Höskuldur minnti á sig með glæsilegri stoðsendingu í fyrsta markinu og svo frábærum tilþrifum í þriðja marki Blika, sem gerði út um leikinn. En Víkingar áttu hins vegar fleiri marktilraunir í leiknum - sextán talsins, sem er afar óvenjulegt fyrir þétta vörn Breiðabliks. Þar voru menn ekki á tánum og langt frá því sem þeir hafa sýnt lengi vel í sumar. Bæði lið gerðu vel í að færa sér tapaða bolta og mistök andstæðingsins í nyt og með réttu hefðu mun fleiri mörk átt að líta dagsins ljós en gerðu í kvöld - sérstaklega hjá Víkingum. En barátta færir mönnum litla huggun þegar menn ganga af velli með fjögur mörk á bakinu og ljóst að Víkingar þurfa að fara í rækilega naflaskoðun, ætli ekki illa að fara hjá þeim röndóttu í sumar. Breiðablik getur að sama skapi dregið styrk af því að hafa unnið þrátt fyrir að því er virðist sannfærandi 4-1 sigur þrátt fyrir að leikurinn í kvöld hafi langt í frá verið þeirra besti í sumar. Það hefur stundum verið kallaður meistarabragur.Ólafur horfir á seinni hálfleikinn úr stúkunni.vísir/ernirÓli Þórðar um rauða spjaldið: Hann þoldi ekki sannleikann Var rekinn út af í hálfleik á leik Breiðabliks og Víkings fyrir að mótmæla dómgæslu Garðars Arnar Hinrikssonar. Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, var allt annað en ánægður með þá ákvörðun Garðars Arnar Hinrikssonar dómara að dæma Víkingum ekki víti seint í fyrri hálfleik gegn Breiðabliki í kvöld. Breiðablik vann Víkinga, 4-1, en í stöðunni 2-0 var Andri Rúnar Bjarnason felldur, að því er virtist, í teig Blika. Garðar dæmdi hins vegar ekkert. Í hálfleik gekk Ólafur hart fram í mótmælum sínum og var fyrir það rekinn upp í stúku. „Ég þurfti að ræða aðeins málin við dómarann í hálfleik og hann þoldi ekki sannleikann. Hann átti að gefa okkur víti í fyrri hálfleik. Það sáu allir en hann þorði ekki að dæma það,“ sagði Ólafur spurður um málið. Hann segir að ákvörðun Garðars Arnar hafi breytt miklu í leiknum. „En það var ekki það sem réði úrslitum í leiknum. Blikarnir mættu mun grimmari en við til leiks og við gáfum þeim tvö auðveld mörk í byrjun.“ Ólafur sagði þrátt fyrir allt ekki vera ánægður með viðbrögð sinna manna eftir að hafa lent 2-0 undir. Víkingar skoruðu þá mark snemma í síðari hálfleik og voru nálægt því að jafna. „Nei, við fengum á okkur tvö mörk í seinni hálfleik líka og ég er ekki sáttur við það. Við þurfum að verja markið okkar ef við ætlum að fá einhver stig.“ Víkingur vann síðast leik í fyrstu umferð tímabilsins en Ólafur hefur þrátt fyrir það ekki áhyggjur af stöðu liðsins. „Nei, ég hef ekki áhyggjur en auðvitað er þetta drullusvekkjandi. En ég vil sjá að menn leggi sig meira fram þegar það er svona mikið í húfi. Það vantaði klárlega upp á það í dag því annars hefðum við ekki fengið svona mörg mörk á okkur.“Arnar ræðir málin við sína menn í kvöld.vísir/ernirArnar: Skrýting tilfinning eftir leik Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigurinn en fannst vanta upp á frammistöðu sinna manna í 4-1 sigrinum á Víkingi í kvöld. „Ég held að þetta hafi ekki verið okkar besti leikur, langt í frá. Víkingar voru inni í leiknum lengi vel og tölurnar skrýtnar eftir því. Engu að síður er ég mjög ánægður með skora fjögur mörk,“ sagði Arnar. „Að vísu fengum við mark á okkur og hefðum við getað fengið fleiri á okkur í kvöld. Maður er því með svolítið skrýtna tilfinningu eftir leik en fyrst og fremst vildi maður vinna og það er gott að hafa unnið þrátt fyrir að hafa spilað illa. Það er það sem ég tek út úr þessum leik.“ Hann segir að leikmenn hafi barist og reynt að gera réttu hlutina. „En við vorum langt frá þeim og þeir voru duglegir við að skapa sér færi. Við gerðum þeim ekki erfitt fyrir.“ Arnar tekur undir að einstaklingsgæði hafi að hluta til, að minnsta kosti, haft mikið að segja í mörkum Breiðabliks. Þó hafi mistök Víkinga einnig hjálpað til. „Þetta var því ekkert ósvipað og í landsleiknum gegn Tékkum. Tékkarnir gáfu okkur boltann og Kolbeinn afgreiddi það snilldarvel. Það var svipað þegar Ellert fékk boltann og kláraði færið vel.“ Staðan í hálfleik var 2-0 en Arnar segir að Víkingar hafi verið betri í upphafi síðari hálfleik, þegar þeir náðu að minnka muninn. „En þriðja markið kæfði nokkurn veginn leikinn og gerði út um vonir þeirra,“ sagði Arnar. „Ég hef engar áhyggjur af hlutunum en veit þó að við getum spilað miklu betur. Maður er ánægður að vinna þegar við spilum ekki vel og ég veit að strákarnir vita að þeir geta miklu betur. Þetta var ekki sannfærandi sigur eins og tölurnar gefa til kynna. Það er langt í frá.“Blikar fagna fjórða markinu.vísir/ernirKristinn: Skrýtinn leikur Kristinn Jónsson átti enn einn stórleikinn fyrir Breiðablik gegn Víkingum í kvöld er hans menn unnu sinn fimmta leik í röð. Lokatölur 4-1 fyrir Blika. „Mér fannst við byrja leikinn ansi vel en við gáfum ansi mikið eftir eftir annað markið okkar. Þetta var skrýtinn leikur að horfa á,“ sagði Kristinn sem var maður leiksins í kvöld. „Leikurinn var opinn og í raun gáfu bæði lið færi á sér. Bæði lið komu sér í færi sem þau náðu ekki að nýta sér nægilega vel og þegar liðin töpuðu boltanum var mikið pláss til að sækja fram á og skapa sér eitthvað.“ „Hins vegar segir sigurinn heilmikið um gæði liðsins og hvernig við erum að spila þessa dagana. Það er góð holning á liðinu og við mætum inn í alla leiki af krafti. Við ætlum okkur að ná ákveðnum markmiðum í sumar og það endurspeglast í frammistöðunni.“ „Við ætlum okkur að vera á meðal efstu þriggja liðanna og við verðum því að halda áfram á þessari braut og halda áfram að gera það sem við höfum verið að gera.“ Kristinn skoraði tvö og lagði upp eitt til viðbótar og hann segist vitaskuld ánægður með það. „Það skiptir ekki öllu máli hver skorar mörkin svo lengi sem við fáum þrjú stig. En það er alltaf gaman að skora og leggja upp - það er aukabónus fyrir mig.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Sjá meira