Rándýrt holl á Grafarholtsvelli Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2015 07:00 MEISTARINN BJÖRGVIN MERKIR Á FLÖTINNI. Ásgeir Sigurvinsson mundar pútterinn en í baksýn má sjá glæsilegt klúbbhús þessa elsta golfklúbbs landsins – Golfklúbbur Reykjavíkur var stofnaður árið 1934. visir/gva Í harðri rimmu á Grafarholtsvelli fór refurinn Jón Steinar með sigur af hólmi í viðureign gegn blaðamanni Vísis í golfi; með útsjónarsemi og þrautseigju. Lærdómur dagsins er sá að það borgar sig að vera með „gameplan“ þegar golfið er annars vegar. „Ég vil bara láta þig vita eitt,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson (25.0) lögmaður við blaðamanninn (18.7) þegar verið var að skipuleggja golfhringinn sem hér er til umfjöllunar. Jón Steinar dró niður röddina þannig að ómögulegt var annað en veita því fulla athygli hvað hann ætlaði að segja. Svo kom tilkynningin ísmeygileg: „Ég ætla að vinna þig.“ Tónninn var dáleiðandi og það kvarnaðist ósjálfrátt og einhvern veginn af sjálfstraustinu – ekki annað hægt en trúa þessu og það þurfti að hafa fyrir því að hrista af sér þessi álög: Svona vinna þeir þá þessir laganna refir. Upphaflega hugmyndin var að slást í hópinn með lögmönnum og dómurum sem spila gjarnan golf saman, einkum á hinum frábæra Grafarholtsvelli. Þar er Jón Steinar foringinn en í hópnum eru meðal annarra Brynjar Nielsson alþingismaður og Ólafur Börkur Þorvaldsson hæstaréttardómari. Jón Steinar var að tilkynna forföll fyrir Ólaf Börk, það væri svo mikið að gera í réttinum. Blaðamaðurinn hafði einmitt ætlað sér að reyna að komast að því hvernig það væri fyrir Ólaf Börk að spila með Jóni Steinari í ljósi harðrar gagnrýni sem sá síðarnefndi hefur sett fram á Hæstaréttinn; hvort Jón Steinar væri hreinlega ekki óheppilegur félagsskapur í því ljósi? Og erfiður á golfvellinum? En, þar fór það.HVERSU LANGT ER EIGINLEGA Í PINNANN? Refuinn fer gaumgæfilega yfir stöðuna. Jón Steinar byrjaði hringinn ekki vel en færðist svo allur í aukana, gafst aldrei upp og hafði að endingu sigur – reyndar bakkaður vel upp af margföldum Íslandsmeistara.visir/gvaÓvæntur makker Jóns SteinarsJón Steinar hafði hins vegar mann og ekki ónýtan á kantinum til að hlaupa í skarðið fyrir dómarann: Björgvin Þorsteinsson (3.7) lögmann og margfaldan Íslandsmeistara í golfi. Jón Steinar, sem hefur spilað golf árum saman, er með um 25 í forgjöf og hann var búinn að reikna dæmið til enda: Hann og Björgvin áttu að vera saman í liði gegn blaðamanninum og Brynjari. 25 í forgjöf? Jón Steinar tjáði blaðamanni að hann væri þannig saman skrúfaður að hann skráði alla hringi sína til forgjafar. Virðingarvert og ekki sjálfgefið. Fjölmargir skrá aldrei forgjöfina af ótta við að hækka og eru þannig sjaldan eða aldrei að spila á sinni eiginlegu forgjöf. Slíkir forðast mót sem heitan eldinn, því þá þarf að skrá og þá lækkar forgjöfin, reyndar aðeins um 0.1 í hvert skipti en safnast þegar saman kemur. Þetta er öfugsnúin tegund forgjafarsvindls; nema menn eru ekki að svindla á neinum nema sjálfum sér. Hjákátlegur hégómi? „Já, þetta er einskonar „statussymbol“ hjá mörgum. Ég var kominn niður í 15 en svo fór ég í bakinu og þá fór forgjöfin upp. Ég skrái alla hringi, um 60 á ári,“ segir Jón Steinar. Sem var komin talsvert neðar með sína forgjöf þegar hann fékk í bakið og fór þá uppá við.Rándýrt holl. Félagsskapurinn var ekki beinlínis af lakara taginu. Ráshópurinn er mættur á 1. teig, Ásgeir slær upphafshögg - dræverinn leikur í höndum knattspyrnuhetjunnar fornfrægu.visir/gvaGoðsögn bætist í holliðJæja, „the game was on“, en blaðamaður sá sæng sína upp reidda. Með fullri virðingu fyrir Brynjari þá var ekki mikil von til þess að við tveir, slarkarar í golfinu miðað við forgjöf, ættum mikið í snillinginn Björgvin; herra Hola í höggi, hann hefur oftar fengið ás í golfinu en flestir í heimi. Tíu sinnum alls. Áttfaldur Íslandsmeistari í höggleik. Þó spilað sé með forgjöf; reynslan telur. Nema, enn hringir Jón Steinar. Brynjar forfallaðist og lögmaðurinn spurði kurteislega: „Ég vona að þér þyki ekki verra en ég er búinn að fá annan mann í hans stað.“ Aldrei að spyrja spurninga sem þú veist ekki svarið við. „Ásgeir Sigurvinsson (9.5) er mikill vinur minn og hann gæti fyllt hollið.“ Tónninn í rödd Jóns Steinars var með þeim hætti að sá sem neitaði svo góðu boði væri galinn. Og það stóð heima. Ekki bara að blaðamaður hafi dýrkað Ásgeir, allt frá því hann sá þessa goðsögn í fótboltanum afgreiða A-Þýskaland á sínum tíma, heldur er Ásgeir mjög góður golfari. Jú, blaðamaður hafði sannarlega ekkert á móti því. Þetta var orðið rándýrt holl, og það sem meira var: Það voru talsvert meiri möguleikar að leggja Jón Steinar og Björgvin núna, í liði með Ásgeiri. Jón Steinar var til í að hætta á það fyrir svo vel skipað lið. „Já, þó margir tali nú illa um mig er það svo að ég á marga perluvini.“ Varamannabekkur Jóns Steinars er sannarlega vel skipaður.Björgvin Þorsteinsson er frábær golfari og hefur verið áratugum saman. Skelmirinn og strigakjafturinn Baldur Hermannsson, fyrrverandi framhaldsskólakennari, heldur því fram að hann hafi komið með nútímagolfsveiflu til landsins. "Fyrir hans daga voru menn með heimatilbúna vindingu sem þeir héldu að væri golfsveifla," segir Baldur sem veit meira um golf en geta hans segir til um.Spilað lengur með færri höggumÞað var vindur og hann rigningarlegur þegar menn mættu á teig á tilskyldum tíma. Sú er saga golfara á Íslandi undanfarin þrjú sumur. En, menn láta sig fúsir hafa það. Þetta er svo gaman. Ljósmyndarinn Gunnar V. Andrésson, sjálfur liðtækur golfari, var mættur til að festa viðburðinn á filmu. Og menn voru hressir í bragði. Jón Steinar gantaðist með það að Björgvin hefði spilað golf 50 árum lengur en hann sjálfur, Björgvin sagði að það gæti verið, en með færri höggum. Grafarholtsvöllur er einhver allra skemmtilegasti völlur landsins og hann var í góðu standi. Jón Steinar, Ásgeir og Björgvin eru allir meðlimir í þessum elsta golfklúbbi landsins, stofnaður 1934. Jón Steinar lagði upp leikfyrirkomulagið. Þetta væri holukeppni, ekkert vesen, samanlögð stig, eða punktar, miðað við forgjöf. Jájá, ók.Ásgeir púttar og GVA ljósmyndari er með linsuna á réttum stað, milli fóta félaga síns Jóns Steinars.visir/gvaSérhannaðir leiðir fyrir Jón SteinarÞað var spenna á 1. teig, Ásgeir byrjaði og átti frábært upphafshögg, en hann er greinilega góður á dræverinn. Með þessa fínu sveiflu. Blaðamaðurinn átti mjög fínt teighögg, miðað við getu, Björgvin missti boltann aðeins til hægri og Jón Steinar sló, stutt högg, eilítið út í móann en fékk vinahopp og var vel sláanlegur. (Það átti eftir að sýna sig þegar leið á leikinn að Jón Steinar kann vel á völlinn og eitt sinn sló hann að því er virtist í gegnum grjótvaxinn móa, einhver leynigöng sem hann einn vissi um.) Það kom strax á daginn að Jón Steinar var með keppnisskapið í lagi. Hann fór ekki í grafgötur með að þetta væri hábölvað þegar fyrir lá að Ásgeir var með létt par eftir fyrstu holu, blaðamaður sömuleiðis, Björgvin með skolla og Jón Steinar tvöfaldan skolla.Glæsileg golfsveifla. Ásgeir Sigurvinsson er besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur eignast, helst að Eiður Smári komi með tærnar þar sem hann hefur hælana. Hann hefur spilað golf árum saman – en algengt er að íþróttamenn snúi sér að golfinu þegar ferlinum lýkur.visir/gvaFór að síga á ógæfuhliðina Ekki er ætlunin að rekja leikinn högg fyrir högg. En framan af leit vel út með viðureignina fyrir undirritaðan. Jón Steinar og Björgvin voru undir fyrstu holurnar og foringinn hafði engan húmor fyrir því, þegar hann fór eftir vinnuvélagötu út í móa í leit að kúlu sinni, að þarna væri búið að leggja veg sérstaklega fyrir hann. Hinn ósmekklegi og glaðhlakkanlegi galgopaháttur átti eftir að koma í bak blaðamannsins, en uppúr þessu fór að síga á ógæfuhliðina, Jón Steinar setti í gírinn eftir fáeinar holur, gafst aldrei upp og fór að spilaði eins og hershöfðingi. Og þegar meistarinn Björgin fór að negla niður fuglunum, einum fimm þennan hringinn, en snilld hans með magapútterinn (sem verður reyndar bannaður um áramótin) var mögnuð, þá snérist taflið við. Ásgeir spilaði gott og stöðugt golf en því miður þá var þetta upp og niður hjá blaðamanninum. Hann missti einfaldlega hausinn, þrátt fyrir fína byrjun, ef högg misheppnaðist. Eins glatað og það nú er, var salt í sárin að vera að draga átrúnaðargoð sitt niður. En, það verður að segja Ásgeiri til hróss að hann var alveg einstaklega þægilegur makker.Kannski ekki glæsilegasta golfsveiflan sem um getur, en Jón Steinar vissi hvert hann var að fara. Allan tímann, og löngu áður en flautað var til leiks.visir/gvaAllir spiluðu þeir þrír á sinni forgjöf en blaðamaður ekki og því fór sem fór. Kampakátir hrósuðu þeir Jón Steinar og Björgvin sigri, eftir 15. holu var leik í raun lokið; forskot þeirra var orðið óyfirstíganlegt. En, fyrst og fremst var þetta ótrúlega skemmtilegur hringur – og það verður leitað hefnda. Að leik loknum gaf Björgvin blaðamanni vinsamleg ráð; vera ekki alltaf með þungann á hægri fæti í sveiflunni – en, ekki fyrr en að leik loknum. Það lá að. Tengdar fréttir Glæpsamlega gott golfmót á Spáni Þúsundir íslenskra golfara fara utan á ári hverju til að spila golf. Costa Blanca Open golfmótið var haldið nýlega á fjórum völlum á Alicante-svæðinu. 8. maí 2015 08:45 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Í harðri rimmu á Grafarholtsvelli fór refurinn Jón Steinar með sigur af hólmi í viðureign gegn blaðamanni Vísis í golfi; með útsjónarsemi og þrautseigju. Lærdómur dagsins er sá að það borgar sig að vera með „gameplan“ þegar golfið er annars vegar. „Ég vil bara láta þig vita eitt,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson (25.0) lögmaður við blaðamanninn (18.7) þegar verið var að skipuleggja golfhringinn sem hér er til umfjöllunar. Jón Steinar dró niður röddina þannig að ómögulegt var annað en veita því fulla athygli hvað hann ætlaði að segja. Svo kom tilkynningin ísmeygileg: „Ég ætla að vinna þig.“ Tónninn var dáleiðandi og það kvarnaðist ósjálfrátt og einhvern veginn af sjálfstraustinu – ekki annað hægt en trúa þessu og það þurfti að hafa fyrir því að hrista af sér þessi álög: Svona vinna þeir þá þessir laganna refir. Upphaflega hugmyndin var að slást í hópinn með lögmönnum og dómurum sem spila gjarnan golf saman, einkum á hinum frábæra Grafarholtsvelli. Þar er Jón Steinar foringinn en í hópnum eru meðal annarra Brynjar Nielsson alþingismaður og Ólafur Börkur Þorvaldsson hæstaréttardómari. Jón Steinar var að tilkynna forföll fyrir Ólaf Börk, það væri svo mikið að gera í réttinum. Blaðamaðurinn hafði einmitt ætlað sér að reyna að komast að því hvernig það væri fyrir Ólaf Börk að spila með Jóni Steinari í ljósi harðrar gagnrýni sem sá síðarnefndi hefur sett fram á Hæstaréttinn; hvort Jón Steinar væri hreinlega ekki óheppilegur félagsskapur í því ljósi? Og erfiður á golfvellinum? En, þar fór það.HVERSU LANGT ER EIGINLEGA Í PINNANN? Refuinn fer gaumgæfilega yfir stöðuna. Jón Steinar byrjaði hringinn ekki vel en færðist svo allur í aukana, gafst aldrei upp og hafði að endingu sigur – reyndar bakkaður vel upp af margföldum Íslandsmeistara.visir/gvaÓvæntur makker Jóns SteinarsJón Steinar hafði hins vegar mann og ekki ónýtan á kantinum til að hlaupa í skarðið fyrir dómarann: Björgvin Þorsteinsson (3.7) lögmann og margfaldan Íslandsmeistara í golfi. Jón Steinar, sem hefur spilað golf árum saman, er með um 25 í forgjöf og hann var búinn að reikna dæmið til enda: Hann og Björgvin áttu að vera saman í liði gegn blaðamanninum og Brynjari. 25 í forgjöf? Jón Steinar tjáði blaðamanni að hann væri þannig saman skrúfaður að hann skráði alla hringi sína til forgjafar. Virðingarvert og ekki sjálfgefið. Fjölmargir skrá aldrei forgjöfina af ótta við að hækka og eru þannig sjaldan eða aldrei að spila á sinni eiginlegu forgjöf. Slíkir forðast mót sem heitan eldinn, því þá þarf að skrá og þá lækkar forgjöfin, reyndar aðeins um 0.1 í hvert skipti en safnast þegar saman kemur. Þetta er öfugsnúin tegund forgjafarsvindls; nema menn eru ekki að svindla á neinum nema sjálfum sér. Hjákátlegur hégómi? „Já, þetta er einskonar „statussymbol“ hjá mörgum. Ég var kominn niður í 15 en svo fór ég í bakinu og þá fór forgjöfin upp. Ég skrái alla hringi, um 60 á ári,“ segir Jón Steinar. Sem var komin talsvert neðar með sína forgjöf þegar hann fékk í bakið og fór þá uppá við.Rándýrt holl. Félagsskapurinn var ekki beinlínis af lakara taginu. Ráshópurinn er mættur á 1. teig, Ásgeir slær upphafshögg - dræverinn leikur í höndum knattspyrnuhetjunnar fornfrægu.visir/gvaGoðsögn bætist í holliðJæja, „the game was on“, en blaðamaður sá sæng sína upp reidda. Með fullri virðingu fyrir Brynjari þá var ekki mikil von til þess að við tveir, slarkarar í golfinu miðað við forgjöf, ættum mikið í snillinginn Björgvin; herra Hola í höggi, hann hefur oftar fengið ás í golfinu en flestir í heimi. Tíu sinnum alls. Áttfaldur Íslandsmeistari í höggleik. Þó spilað sé með forgjöf; reynslan telur. Nema, enn hringir Jón Steinar. Brynjar forfallaðist og lögmaðurinn spurði kurteislega: „Ég vona að þér þyki ekki verra en ég er búinn að fá annan mann í hans stað.“ Aldrei að spyrja spurninga sem þú veist ekki svarið við. „Ásgeir Sigurvinsson (9.5) er mikill vinur minn og hann gæti fyllt hollið.“ Tónninn í rödd Jóns Steinars var með þeim hætti að sá sem neitaði svo góðu boði væri galinn. Og það stóð heima. Ekki bara að blaðamaður hafi dýrkað Ásgeir, allt frá því hann sá þessa goðsögn í fótboltanum afgreiða A-Þýskaland á sínum tíma, heldur er Ásgeir mjög góður golfari. Jú, blaðamaður hafði sannarlega ekkert á móti því. Þetta var orðið rándýrt holl, og það sem meira var: Það voru talsvert meiri möguleikar að leggja Jón Steinar og Björgvin núna, í liði með Ásgeiri. Jón Steinar var til í að hætta á það fyrir svo vel skipað lið. „Já, þó margir tali nú illa um mig er það svo að ég á marga perluvini.“ Varamannabekkur Jóns Steinars er sannarlega vel skipaður.Björgvin Þorsteinsson er frábær golfari og hefur verið áratugum saman. Skelmirinn og strigakjafturinn Baldur Hermannsson, fyrrverandi framhaldsskólakennari, heldur því fram að hann hafi komið með nútímagolfsveiflu til landsins. "Fyrir hans daga voru menn með heimatilbúna vindingu sem þeir héldu að væri golfsveifla," segir Baldur sem veit meira um golf en geta hans segir til um.Spilað lengur með færri höggumÞað var vindur og hann rigningarlegur þegar menn mættu á teig á tilskyldum tíma. Sú er saga golfara á Íslandi undanfarin þrjú sumur. En, menn láta sig fúsir hafa það. Þetta er svo gaman. Ljósmyndarinn Gunnar V. Andrésson, sjálfur liðtækur golfari, var mættur til að festa viðburðinn á filmu. Og menn voru hressir í bragði. Jón Steinar gantaðist með það að Björgvin hefði spilað golf 50 árum lengur en hann sjálfur, Björgvin sagði að það gæti verið, en með færri höggum. Grafarholtsvöllur er einhver allra skemmtilegasti völlur landsins og hann var í góðu standi. Jón Steinar, Ásgeir og Björgvin eru allir meðlimir í þessum elsta golfklúbbi landsins, stofnaður 1934. Jón Steinar lagði upp leikfyrirkomulagið. Þetta væri holukeppni, ekkert vesen, samanlögð stig, eða punktar, miðað við forgjöf. Jájá, ók.Ásgeir púttar og GVA ljósmyndari er með linsuna á réttum stað, milli fóta félaga síns Jóns Steinars.visir/gvaSérhannaðir leiðir fyrir Jón SteinarÞað var spenna á 1. teig, Ásgeir byrjaði og átti frábært upphafshögg, en hann er greinilega góður á dræverinn. Með þessa fínu sveiflu. Blaðamaðurinn átti mjög fínt teighögg, miðað við getu, Björgvin missti boltann aðeins til hægri og Jón Steinar sló, stutt högg, eilítið út í móann en fékk vinahopp og var vel sláanlegur. (Það átti eftir að sýna sig þegar leið á leikinn að Jón Steinar kann vel á völlinn og eitt sinn sló hann að því er virtist í gegnum grjótvaxinn móa, einhver leynigöng sem hann einn vissi um.) Það kom strax á daginn að Jón Steinar var með keppnisskapið í lagi. Hann fór ekki í grafgötur með að þetta væri hábölvað þegar fyrir lá að Ásgeir var með létt par eftir fyrstu holu, blaðamaður sömuleiðis, Björgvin með skolla og Jón Steinar tvöfaldan skolla.Glæsileg golfsveifla. Ásgeir Sigurvinsson er besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur eignast, helst að Eiður Smári komi með tærnar þar sem hann hefur hælana. Hann hefur spilað golf árum saman – en algengt er að íþróttamenn snúi sér að golfinu þegar ferlinum lýkur.visir/gvaFór að síga á ógæfuhliðina Ekki er ætlunin að rekja leikinn högg fyrir högg. En framan af leit vel út með viðureignina fyrir undirritaðan. Jón Steinar og Björgvin voru undir fyrstu holurnar og foringinn hafði engan húmor fyrir því, þegar hann fór eftir vinnuvélagötu út í móa í leit að kúlu sinni, að þarna væri búið að leggja veg sérstaklega fyrir hann. Hinn ósmekklegi og glaðhlakkanlegi galgopaháttur átti eftir að koma í bak blaðamannsins, en uppúr þessu fór að síga á ógæfuhliðina, Jón Steinar setti í gírinn eftir fáeinar holur, gafst aldrei upp og fór að spilaði eins og hershöfðingi. Og þegar meistarinn Björgin fór að negla niður fuglunum, einum fimm þennan hringinn, en snilld hans með magapútterinn (sem verður reyndar bannaður um áramótin) var mögnuð, þá snérist taflið við. Ásgeir spilaði gott og stöðugt golf en því miður þá var þetta upp og niður hjá blaðamanninum. Hann missti einfaldlega hausinn, þrátt fyrir fína byrjun, ef högg misheppnaðist. Eins glatað og það nú er, var salt í sárin að vera að draga átrúnaðargoð sitt niður. En, það verður að segja Ásgeiri til hróss að hann var alveg einstaklega þægilegur makker.Kannski ekki glæsilegasta golfsveiflan sem um getur, en Jón Steinar vissi hvert hann var að fara. Allan tímann, og löngu áður en flautað var til leiks.visir/gvaAllir spiluðu þeir þrír á sinni forgjöf en blaðamaður ekki og því fór sem fór. Kampakátir hrósuðu þeir Jón Steinar og Björgvin sigri, eftir 15. holu var leik í raun lokið; forskot þeirra var orðið óyfirstíganlegt. En, fyrst og fremst var þetta ótrúlega skemmtilegur hringur – og það verður leitað hefnda. Að leik loknum gaf Björgvin blaðamanni vinsamleg ráð; vera ekki alltaf með þungann á hægri fæti í sveiflunni – en, ekki fyrr en að leik loknum. Það lá að.
Tengdar fréttir Glæpsamlega gott golfmót á Spáni Þúsundir íslenskra golfara fara utan á ári hverju til að spila golf. Costa Blanca Open golfmótið var haldið nýlega á fjórum völlum á Alicante-svæðinu. 8. maí 2015 08:45 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Glæpsamlega gott golfmót á Spáni Þúsundir íslenskra golfara fara utan á ári hverju til að spila golf. Costa Blanca Open golfmótið var haldið nýlega á fjórum völlum á Alicante-svæðinu. 8. maí 2015 08:45