Í henni segir að alls hafi komur á slysavarðsstofu á bráðamóttöku sjúkrahúsa í Bandaríkjunum vegna meiðsla af völdum hárra hæla verið 123.335 á árunum 2002-2012.
Algengast var að á bráðamóttökuna kæmu stúlkur á tvítugsaldri og höfðu þær flestar snúið á sér ökklann eða voru hreinlega tognaðar.
Það merkilegasta við þetta allt saman var að þær höfðu fæstar slasað sig á djamminu eða í vinnunni, heldur gerðust flest slysin heima fyrir.
Hér fyrir neðan er svo hægt að sjá niðurstöður rannsóknarinnar myndrænt en þetta kennir manni að fara varlega á háu hælunum.
