Haukur Páll: Ógeðslegt að fá hráka í andlitið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2015 18:09 Haukur Páll Sigurðsson. Vísir/Stefán Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði karlaliðs Vals í fótbolta var gestur Hjartar Hjartarsonar í þætti hans Akraborginni á X-inu í dag þar sem Haukur Páll ræddi um samskipti sína og eins leikmanns Skagamanna í leik liðanna í 10. umferð Pepsi-deildar karla í gær. Haukur Páll fékk hráka í andlitið frá leikmanni Skagamanna í miðjum leik liðanna í gærkvöld en Valur vann leikinn 4-2. „Í aðdraganda fjórða marksins þá snýr hann baki í mig og ég set pressu á hann. Ég vinn boltann af honum en hann er að biðja um aukaspyrnu eða eitthvað. Ég segi honum að standa upp og hann gerir það en rýkur svo beint í áttina að mér," lýsir Haukur Páll. „Það fara einhver orðaskipti okkar á milli sem er eitthvað sem gerist í nánast hvaða fótboltaleik sem er. Þegar ég er búinn að ljúka mínum orðum þá smellir hann einum hráka í andlitið á mér," segir Haukur Páll. „Hann ákvað að gera þetta en mér finnst þetta viðbjóðslegt. Ég sagði það í einhverju viðtali í gær að ég get tekið öllum orðum sem eru sögð í hita leiksins en þetta finnst mér vera fyrir neðan allar hellur," segir Haukur Páll. „Ég var ekki par sáttur og ætlaði að láta hann vita af því að svona gerir maður ekki. Þetta er bara búið og gert og ég ætla ekki að erfa þetta við hann. Þetta er eitthvað sem hann verður bara að skoða í sínum leik. Hann getur sagt allan fjandann við mig í miðjum leik en þetta er ekki boðlegt," sagði Haukur Páll. Það þurfti samt að róa Hauk Pál niður eftir leikinn en hann var allt annað en sáttur. „Það er ógeðslegt að fá þetta í andlitið þegar þú ert að rífast við einhvern mann inn á vellinum," sagði Haukur Páll. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði karlaliðs Vals í fótbolta var gestur Hjartar Hjartarsonar í þætti hans Akraborginni á X-inu í dag þar sem Haukur Páll ræddi um samskipti sína og eins leikmanns Skagamanna í leik liðanna í 10. umferð Pepsi-deildar karla í gær. Haukur Páll fékk hráka í andlitið frá leikmanni Skagamanna í miðjum leik liðanna í gærkvöld en Valur vann leikinn 4-2. „Í aðdraganda fjórða marksins þá snýr hann baki í mig og ég set pressu á hann. Ég vinn boltann af honum en hann er að biðja um aukaspyrnu eða eitthvað. Ég segi honum að standa upp og hann gerir það en rýkur svo beint í áttina að mér," lýsir Haukur Páll. „Það fara einhver orðaskipti okkar á milli sem er eitthvað sem gerist í nánast hvaða fótboltaleik sem er. Þegar ég er búinn að ljúka mínum orðum þá smellir hann einum hráka í andlitið á mér," segir Haukur Páll. „Hann ákvað að gera þetta en mér finnst þetta viðbjóðslegt. Ég sagði það í einhverju viðtali í gær að ég get tekið öllum orðum sem eru sögð í hita leiksins en þetta finnst mér vera fyrir neðan allar hellur," segir Haukur Páll. „Ég var ekki par sáttur og ætlaði að láta hann vita af því að svona gerir maður ekki. Þetta er bara búið og gert og ég ætla ekki að erfa þetta við hann. Þetta er eitthvað sem hann verður bara að skoða í sínum leik. Hann getur sagt allan fjandann við mig í miðjum leik en þetta er ekki boðlegt," sagði Haukur Páll. Það þurfti samt að róa Hauk Pál niður eftir leikinn en hann var allt annað en sáttur. „Það er ógeðslegt að fá þetta í andlitið þegar þú ert að rífast við einhvern mann inn á vellinum," sagði Haukur Páll. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira