Lotus smíðar samkeppnisbíl Porsche Macan Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2015 15:12 Hinn ofurle´tti Lotus 3-Eleven. Það er ekki auðvelt að takast á við svo frábæran bílaframleiðenda og Porsche, en það ætlar hinn breski bílasmiður Lotus samt að gera. Lotus hyggst fara inná lúxusjepplingamarkaðinn og smíða bíl sem taka skal fram Porsche Macan. Forstjóri Lotus, Jean-Marc Gales greindi blaðamönnum frá þessum hugmyndum Lotus á Goodwood Festival of Speed um helgina og sagði að bíllinn ætti að verða fjaðurléttur og aflmikill og slá út hinn frábæra Porsche Macan. Væntanlega verður sama hugmyndafræði bakvið smíði nýs jeppling og hins létta Lotus 3-Eleven sem Lotus kynnti nýlega. Hann á að verða 200-250 kílóum léttari en Porsche Macan. Jepplingurinn á að koma á markað árið 2019 og verður fyrst kynntur í Kína og seldur þar. Lotus er í samstarfi við kínverskan bílaframleiðanda og ætlar sér að smíða bílinn þar, ef tilskilin leyfi fást fyrir því. Forstjórinn nefndi einnig að hugsanlega verði þessi bíll með rafmótora og rafgeyma úr smiðju Toyota til aðstoðar öflugri bensínvél. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent
Það er ekki auðvelt að takast á við svo frábæran bílaframleiðenda og Porsche, en það ætlar hinn breski bílasmiður Lotus samt að gera. Lotus hyggst fara inná lúxusjepplingamarkaðinn og smíða bíl sem taka skal fram Porsche Macan. Forstjóri Lotus, Jean-Marc Gales greindi blaðamönnum frá þessum hugmyndum Lotus á Goodwood Festival of Speed um helgina og sagði að bíllinn ætti að verða fjaðurléttur og aflmikill og slá út hinn frábæra Porsche Macan. Væntanlega verður sama hugmyndafræði bakvið smíði nýs jeppling og hins létta Lotus 3-Eleven sem Lotus kynnti nýlega. Hann á að verða 200-250 kílóum léttari en Porsche Macan. Jepplingurinn á að koma á markað árið 2019 og verður fyrst kynntur í Kína og seldur þar. Lotus er í samstarfi við kínverskan bílaframleiðanda og ætlar sér að smíða bílinn þar, ef tilskilin leyfi fást fyrir því. Forstjórinn nefndi einnig að hugsanlega verði þessi bíll með rafmótora og rafgeyma úr smiðju Toyota til aðstoðar öflugri bensínvél.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent