Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Stjarnan 1-2 | Stjarnan gerði nóg í Keflavík Árni Jóhannsson á Nettó-vellinum skrifar 29. júní 2015 19:15 Arnar Már Björgvinsson var besti maður vallarins í kvöld. Vísir/Daníel Stjörnumenn náðu í þrjú mikilvæg stig til Keflavíkur í kvöld, þar sem þeir unnu heimamenn 1-2 með mörkum frá Jeppe Hansen og Arnar Má Björgvinssyni. Stjörnumenn gerðu nóg til að vinna leikinn og hefðu getað unnið stærri sigur, færanýtingin var ekki nógu góð og því var sigurinn aðeins óþægilegri en hann þurfti að vera. Keflvíkingar eru því enn á botni deildarinnar og eru í ansi slæmum málum. Bæði lið hafa skynjað það fyrir leik að þau þyrftu bæði á öllum stigunum að halda á mánudagskvöldið og því var boðið upp á ansi fjöruga byrjun þar sem bæði lið sýndu fínar sóknarlotur. Það mátti þó sjá að Stjörnumenn búa yfir betri gæðum fram á við en Keflvíkingar sem reyndu skyndisóknir frekar en að byggja upp sóknir sínar. Stjörnumenn tóku smám saman völdin og uppskáru mark þegar 23 mínútur voru liðnar af leiknum. Þar var á ferðinni Jeppe Hansen sem fékk fyrirtaks fyrirgjöf af hægri kanti sem hann afgreiddi snyrtilega með klippu framhjá Sindr Kristni Ólafssyni og Haraldi Frey Guðmundssyni, sem komu litlum vörnum við. Arnar Már Björgvinsson átti fyrirgjöfina en hann var líflegur á hægri kanti Stjörnumanna og átti flottar fyrirgjafir sem þeir náðu ekki að nýta, eitt skot Hansen endaði í þverslá heimamanna eftir sendingu Arnars. Varnarleikur heimamanna var á köflum ansi tæpur og má taka sem dæmi að í tvígang var Hörður Árnason skilinn einn eftir í markteig Keflvíkinga í hornspyrnu og átti hann fría skalla sem léttilega hefðu getað endað með marki. Einum skallanum var bjargað á línu meira að segja. Keflvíkingar hresstust örlítið við þetta ásamt því að Stjörnumenn drógu aðeins úr ákafa sínum og þegar 37 mínútur voru á klukkunni fengu heimamenn hornspyrnu. Samuel Hernandez framkvæmdi spyrnuna og var Sigurbergur Elisson er frekastur á markteig Stjörnunnar og stangaði boltann í netið án þess að einhver réði við það hjá Stjörnunni. Hálfleikurinn leið síðan undir lok og gátu gestirnir nagað sig í handabökin að vera ekki með forskotið. Stjörnumenn voru því mjög fegnir þegar þeir náðu forystunni á fyrstu mínútu seinni hálfleiks og var það sjálfsmark Hólmars Arnars Rúnarssonar sem um var að ræða þó markið hafi verið skrifað á Arnar Már Björgvinsson í textalýsingunni. Ólafur Karl Finsen átti þá skot að marki sem var varið en Hólmar setti knöttinn í eigið net og Keflvíkingar því lentir undir aftur í leiknum. Það sem eftir lifði leiks var fátt um fína drætti og fá færi litu dagsins ljós. Bestu færi leiksins voru eign gestanna og hefðu þeir átt að vera búnir að klára leikinn mikið fyrr en raun varð og því alltaf hætta á að Keflvíkingar næðu að stela marki og ná jafnvel einu stigi. Vandræði Keflvíkinga eru hinsvegar margþætt þetta árið og eitt af því er bitleysi fram á við og því náðu þeir aldrei að ógna marki Stjörnunnar að ráði og því fór sem fór. Keflvíkingar eru einir á botni deildarinnar með fjögur stig og er ekki langt í að vonleysi læðist að mönnum suður með sjó ef stigasöfnun þeirra fer ekki að ganga betur. Stjörnumenn taka þessum stigum fegins hendi en uppskeran hefur verið rýr hjá þeim undanfarin misseri. Þessi leikur gæti orðið til þess að áhlaup hefjist á topp deildarinnar en það er ekki orðið of seint enn þá fyrir Garðbæinga að gera einhverja hluti í Pepsi deildinni árið 2015.Hólmar Örn Rúnarsson: Ég kláraði færið vel fyrir þá Hólmar var niðurlútur í leikslok enda hefur sigurtilfinningin ekki gert vart við sig í herbúðum Keflvíkinga í langan tíma og engin breyting varð á í kvöld. Hann var spurður hvað Keflvíkingar hefðu getað gert betur. „Ég er á því að við þurfum að fækka mörkunum sem við fáum á okkur, við verðum dálítið berskjaldaðir þegar við sækjum og svolítið auðvelt að skora á okkur. Ég náttúrulega kláraði vel færið fyrir þá í byrjun seinni hálfleiks. Strax eftir miðju. Það er auðvelt að skora hjá okkur, við munum alltaf ná að skora mörk held ég en við þurfum að fækka þeim sem við fáum á okkur.“ Það virtist samt vera bitleysi í sókn Keflvíkinga og var Hólmar beðinn um að leggja mat á þá staðhæfingu. „Við erum náttúrulega ekki að fá mörg 100% færi, það er alveg rétt en ég held að við munum alltaf ná að pota inn mörkum og hef ég minni áhyggjur af sóknarleiknum en meiri áhyggjur af varnarleiknum. Við þurfum að laga hann.“ Hólmar var að lokum spurður út í hugarástand leikmanna Keflvíkinga en sjálfstraustið getur ekki verið mikið í herbúðum þeirra þessa dagana. „Það er ótrúlega gott ástand á mönnum miðað við aðstæður. Maður sér náttúrulega að hausar fara fljótt niður þegar við fáum á okkur mörk og þá fara menn að hugsa enn einn leikurinn. Við þurfum bara að halda áfram og það er stríð á móti Leikni.“Arnar Már Björgvinsson: Menn fari að fá þá tilfinningu eins og í fyrra að enginn sé að fara að vinna okkur „Tilfinninging er gríðarlega góð“, voru fyrstu viðbrögð Arnars eftir leikinn á móti Keflvíkingum þegar hann var spurður um leikinn. „Þetta er erfiður útivöllur, bókstaflega, það er eins og einhver hafi gleymt að slá völlinn í morgun og sást það á því hvernig við vorum að sparka í boltann fyrir framan markið. Þetta var allt stöngin út og ekki á markið. Ég er samt gríðarlega sáttur með sigurinn og þetta er léttir. Við höfum alveg verið að halda ró okkar en að sjálfögðu léttir að taka þrjú stig“, sagði Arnar en uppskera Stjörnumanna hefur verið rýr undanfarið. Arnar var því næst spurður hvað Stjörnumenn hefðu gert betur en Keflvíkingar í leiknum í kvöld. „Við sköpuðum kannski opnari færi en þeir og þó þeir hafi náð að opna okkur óþægilega mikið á köflum. Mér fannst við vera með leikinn frá fyrstu mínútu í okkar höndum. Þeir áttu hinsvegar flottan leik og hefðu getað skorað og það hefði komið okkur í koll.“ Um framhaldið og hvort þessi leikur myndi spyrna Stjörnunni af stað og eigin frammistöðu sagði Arnar: „Ég vona það að menn fari að fá þá tilfinningu eins og í fyrra að enginn sé að fara að vinna okkur. Bæði á móti KR og í dag þá tala menn um það að tilfinningin sé komin og að það er góður andi í mönnum og þetta er allt á uppleið. Ég er sáttur með mitt dagsverk og er byrjaður að spila svipað og í fyrra og er að nýtast vel á hægri kantinum. Það hefur ekki alveg verið að ganga upp í byrjun móts en ég vona að þetta sé komið núna.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Stjörnumenn náðu í þrjú mikilvæg stig til Keflavíkur í kvöld, þar sem þeir unnu heimamenn 1-2 með mörkum frá Jeppe Hansen og Arnar Má Björgvinssyni. Stjörnumenn gerðu nóg til að vinna leikinn og hefðu getað unnið stærri sigur, færanýtingin var ekki nógu góð og því var sigurinn aðeins óþægilegri en hann þurfti að vera. Keflvíkingar eru því enn á botni deildarinnar og eru í ansi slæmum málum. Bæði lið hafa skynjað það fyrir leik að þau þyrftu bæði á öllum stigunum að halda á mánudagskvöldið og því var boðið upp á ansi fjöruga byrjun þar sem bæði lið sýndu fínar sóknarlotur. Það mátti þó sjá að Stjörnumenn búa yfir betri gæðum fram á við en Keflvíkingar sem reyndu skyndisóknir frekar en að byggja upp sóknir sínar. Stjörnumenn tóku smám saman völdin og uppskáru mark þegar 23 mínútur voru liðnar af leiknum. Þar var á ferðinni Jeppe Hansen sem fékk fyrirtaks fyrirgjöf af hægri kanti sem hann afgreiddi snyrtilega með klippu framhjá Sindr Kristni Ólafssyni og Haraldi Frey Guðmundssyni, sem komu litlum vörnum við. Arnar Már Björgvinsson átti fyrirgjöfina en hann var líflegur á hægri kanti Stjörnumanna og átti flottar fyrirgjafir sem þeir náðu ekki að nýta, eitt skot Hansen endaði í þverslá heimamanna eftir sendingu Arnars. Varnarleikur heimamanna var á köflum ansi tæpur og má taka sem dæmi að í tvígang var Hörður Árnason skilinn einn eftir í markteig Keflvíkinga í hornspyrnu og átti hann fría skalla sem léttilega hefðu getað endað með marki. Einum skallanum var bjargað á línu meira að segja. Keflvíkingar hresstust örlítið við þetta ásamt því að Stjörnumenn drógu aðeins úr ákafa sínum og þegar 37 mínútur voru á klukkunni fengu heimamenn hornspyrnu. Samuel Hernandez framkvæmdi spyrnuna og var Sigurbergur Elisson er frekastur á markteig Stjörnunnar og stangaði boltann í netið án þess að einhver réði við það hjá Stjörnunni. Hálfleikurinn leið síðan undir lok og gátu gestirnir nagað sig í handabökin að vera ekki með forskotið. Stjörnumenn voru því mjög fegnir þegar þeir náðu forystunni á fyrstu mínútu seinni hálfleiks og var það sjálfsmark Hólmars Arnars Rúnarssonar sem um var að ræða þó markið hafi verið skrifað á Arnar Már Björgvinsson í textalýsingunni. Ólafur Karl Finsen átti þá skot að marki sem var varið en Hólmar setti knöttinn í eigið net og Keflvíkingar því lentir undir aftur í leiknum. Það sem eftir lifði leiks var fátt um fína drætti og fá færi litu dagsins ljós. Bestu færi leiksins voru eign gestanna og hefðu þeir átt að vera búnir að klára leikinn mikið fyrr en raun varð og því alltaf hætta á að Keflvíkingar næðu að stela marki og ná jafnvel einu stigi. Vandræði Keflvíkinga eru hinsvegar margþætt þetta árið og eitt af því er bitleysi fram á við og því náðu þeir aldrei að ógna marki Stjörnunnar að ráði og því fór sem fór. Keflvíkingar eru einir á botni deildarinnar með fjögur stig og er ekki langt í að vonleysi læðist að mönnum suður með sjó ef stigasöfnun þeirra fer ekki að ganga betur. Stjörnumenn taka þessum stigum fegins hendi en uppskeran hefur verið rýr hjá þeim undanfarin misseri. Þessi leikur gæti orðið til þess að áhlaup hefjist á topp deildarinnar en það er ekki orðið of seint enn þá fyrir Garðbæinga að gera einhverja hluti í Pepsi deildinni árið 2015.Hólmar Örn Rúnarsson: Ég kláraði færið vel fyrir þá Hólmar var niðurlútur í leikslok enda hefur sigurtilfinningin ekki gert vart við sig í herbúðum Keflvíkinga í langan tíma og engin breyting varð á í kvöld. Hann var spurður hvað Keflvíkingar hefðu getað gert betur. „Ég er á því að við þurfum að fækka mörkunum sem við fáum á okkur, við verðum dálítið berskjaldaðir þegar við sækjum og svolítið auðvelt að skora á okkur. Ég náttúrulega kláraði vel færið fyrir þá í byrjun seinni hálfleiks. Strax eftir miðju. Það er auðvelt að skora hjá okkur, við munum alltaf ná að skora mörk held ég en við þurfum að fækka þeim sem við fáum á okkur.“ Það virtist samt vera bitleysi í sókn Keflvíkinga og var Hólmar beðinn um að leggja mat á þá staðhæfingu. „Við erum náttúrulega ekki að fá mörg 100% færi, það er alveg rétt en ég held að við munum alltaf ná að pota inn mörkum og hef ég minni áhyggjur af sóknarleiknum en meiri áhyggjur af varnarleiknum. Við þurfum að laga hann.“ Hólmar var að lokum spurður út í hugarástand leikmanna Keflvíkinga en sjálfstraustið getur ekki verið mikið í herbúðum þeirra þessa dagana. „Það er ótrúlega gott ástand á mönnum miðað við aðstæður. Maður sér náttúrulega að hausar fara fljótt niður þegar við fáum á okkur mörk og þá fara menn að hugsa enn einn leikurinn. Við þurfum bara að halda áfram og það er stríð á móti Leikni.“Arnar Már Björgvinsson: Menn fari að fá þá tilfinningu eins og í fyrra að enginn sé að fara að vinna okkur „Tilfinninging er gríðarlega góð“, voru fyrstu viðbrögð Arnars eftir leikinn á móti Keflvíkingum þegar hann var spurður um leikinn. „Þetta er erfiður útivöllur, bókstaflega, það er eins og einhver hafi gleymt að slá völlinn í morgun og sást það á því hvernig við vorum að sparka í boltann fyrir framan markið. Þetta var allt stöngin út og ekki á markið. Ég er samt gríðarlega sáttur með sigurinn og þetta er léttir. Við höfum alveg verið að halda ró okkar en að sjálfögðu léttir að taka þrjú stig“, sagði Arnar en uppskera Stjörnumanna hefur verið rýr undanfarið. Arnar var því næst spurður hvað Stjörnumenn hefðu gert betur en Keflvíkingar í leiknum í kvöld. „Við sköpuðum kannski opnari færi en þeir og þó þeir hafi náð að opna okkur óþægilega mikið á köflum. Mér fannst við vera með leikinn frá fyrstu mínútu í okkar höndum. Þeir áttu hinsvegar flottan leik og hefðu getað skorað og það hefði komið okkur í koll.“ Um framhaldið og hvort þessi leikur myndi spyrna Stjörnunni af stað og eigin frammistöðu sagði Arnar: „Ég vona það að menn fari að fá þá tilfinningu eins og í fyrra að enginn sé að fara að vinna okkur. Bæði á móti KR og í dag þá tala menn um það að tilfinningin sé komin og að það er góður andi í mönnum og þetta er allt á uppleið. Ég er sáttur með mitt dagsverk og er byrjaður að spila svipað og í fyrra og er að nýtast vel á hægri kantinum. Það hefur ekki alveg verið að ganga upp í byrjun móts en ég vona að þetta sé komið núna.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira