Golf

Tryggði sér sigurinn á BMW International Open eftir gallalausan lokahring

Larrazabal og kylfusveinn hans fagna sigrinum.
Larrazabal og kylfusveinn hans fagna sigrinum. Getty
Spánverjinn Pablo Larrazabal sigraði á BMW International Open sem kláraðist í Þýskalandi í gær en hann lék hringina fjóra á Munchen vellinum á 17 höggum undir pari eftir gallalausan lokahring upp á sex högg undir pari.

Þetta er fjórði sigur Larrazabal á Evrópumótaröðinni en hann sigraði einnig á þessu móti árið 2011.

Mikil spenna var á lokahringnum en fyrrum besti kylfingur heims, Henrik Stenson, endaði í öðru sæti á 16 höggum undir pari eftir að hafa komið sér í toppbaráttuna með lokahring upp á 65 högg eða sjö undir pari.

Gamla kempan Retief Goosen blandaði sér einnig í baráttu efstu manna á lokahringnum og var um tíma í forystu, en hann sló tvo bolta í vatnstorfærur á seinni níu holunum og þurfti að sætta sig við fjórða sætið á 14 höggum undir pari.

Fyrir sigurinn fær Larrazabal rúmlega 50 milljónir króna í verðlaunafé ásamt þátttökurétt á Opna breska meistaramótinu í júlí.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×