Porsche ætlar að kæra kínverska eftiröpun Macan Finnur Thorlacius skrifar 26. júní 2015 11:32 Hér sést hve líkur Zoyte T700 er Porsche Macan. Kínverski bílaframleiðandinn Zoyte Automobile hefur framleitt algera eftiröpun sportjeppans Porsche Macan. Þrátt fyrir að bíllinn, sem heitir T700 þar eystra, sé ekki með samskonar vélbúnað eða alls ekki neitt eins í bílnum þá er útlit hans hrein eftiröpun Porsche Macan. Þessu ætlar Porsche ekki að una og hyggst kæra kínverska bílaframleiðandann. Það grátlega fyrir Porsche er að líklega mun kæra þeirra engu skila því mjög erfitt er að reka svona mál fyrir kínverskum dómstólum. Hefur bílaframleiðandinn Jagur/Land Rover fengið að finna fyrir því er þeir kærðu samskonar eftiröpun Range Rover Evoque með engum árangri. Zoyte Automobile hefur áður sætt ámæli fyrir eftiröpum þekktra bíla, meðal annars fyrir eftiröpun Smart ForTwo bílsins og annars bíls sem lítur nákvæmlega eins út og Volkswagen Tiguan. Bíllinn sem lítur út eins og Porsche Macan kostar sem svarar 24.162 evrum í Kína en Porsche Macan kostar 79.282 evrur í Kína og því munar ríflega þreföldu verði á bílunum. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent
Kínverski bílaframleiðandinn Zoyte Automobile hefur framleitt algera eftiröpun sportjeppans Porsche Macan. Þrátt fyrir að bíllinn, sem heitir T700 þar eystra, sé ekki með samskonar vélbúnað eða alls ekki neitt eins í bílnum þá er útlit hans hrein eftiröpun Porsche Macan. Þessu ætlar Porsche ekki að una og hyggst kæra kínverska bílaframleiðandann. Það grátlega fyrir Porsche er að líklega mun kæra þeirra engu skila því mjög erfitt er að reka svona mál fyrir kínverskum dómstólum. Hefur bílaframleiðandinn Jagur/Land Rover fengið að finna fyrir því er þeir kærðu samskonar eftiröpun Range Rover Evoque með engum árangri. Zoyte Automobile hefur áður sætt ámæli fyrir eftiröpum þekktra bíla, meðal annars fyrir eftiröpun Smart ForTwo bílsins og annars bíls sem lítur nákvæmlega eins út og Volkswagen Tiguan. Bíllinn sem lítur út eins og Porsche Macan kostar sem svarar 24.162 evrum í Kína en Porsche Macan kostar 79.282 evrur í Kína og því munar ríflega þreföldu verði á bílunum.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent