Úlfar: Strákarnir ætla að endurheimta sæti sitt í fyrstu deild Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júní 2015 19:00 Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, kynnti á blaðamannafundi í dag landsliðin sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumóti landsliðs í Póllandi í næsta mánuði. „alið er alltaf erfitt. Samkeppnin er mikil og hún er að aukast sem er jákvætt,“ sagði Úlfar í samtali við íþróttadeild í dag. „Það voru svona átta til níu sem gerðu tilkall til sætanna sex í hverju liði. Þau komu alveg til greina fram að síðasta móti.“ Landsliðsþjálfarinn vill að karlaliðið komist aftur upp um deild. „Karlalandsliðið er að fara að endurheimta sæti sitt í 1. deild. Þeir þurfa að enda á meðal þriggja efstu og ég hef fulla trú á því að það gerist. Þarna keppa tíu lið og ég tel okkur vera með eitt af þremur bestu liðunum,“ sagði Úlfar, en það verður ekki auðvelt. „Þetta er öðruvísi fyrirkomulag núna. Fyrst er leikinn höggleikur og svo holukeppni og tvær umferðir á dag. Menn vita að það getur allt gerst í holukeppninni.“ Völlurinn sem keppt er á í Póllandi er sá næst lengsti í Evrópu. Hann er 7.100 metrar. Lengsti völlurinn á Íslandi af öftustu teigum er ekki nema 6.100 metrar. „Þeir eru allir vanir löngum völlum eins og t.a.m. í háskólagolfinu. Þar eru vellirnir um 6.600-6.700 metrar,“ sagði Úlfar, sem er ánægður með framfarir í golfinu á undanförnum árum. „Við höfum sýnt fram á það að við erum að bæta okkur heilmikið en samkeppnin er alltaf að aukast. Hinar þjóðirnar eru líka að bæta sig. Við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur og bæta aðstöðuna því efniviðurinn er til staðar. Við þurfum að halda áfram að hvetja okkar fólk til að leggja hart að sér,“ sagði Úlfar Jónsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, kynnti á blaðamannafundi í dag landsliðin sem keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumóti landsliðs í Póllandi í næsta mánuði. „alið er alltaf erfitt. Samkeppnin er mikil og hún er að aukast sem er jákvætt,“ sagði Úlfar í samtali við íþróttadeild í dag. „Það voru svona átta til níu sem gerðu tilkall til sætanna sex í hverju liði. Þau komu alveg til greina fram að síðasta móti.“ Landsliðsþjálfarinn vill að karlaliðið komist aftur upp um deild. „Karlalandsliðið er að fara að endurheimta sæti sitt í 1. deild. Þeir þurfa að enda á meðal þriggja efstu og ég hef fulla trú á því að það gerist. Þarna keppa tíu lið og ég tel okkur vera með eitt af þremur bestu liðunum,“ sagði Úlfar, en það verður ekki auðvelt. „Þetta er öðruvísi fyrirkomulag núna. Fyrst er leikinn höggleikur og svo holukeppni og tvær umferðir á dag. Menn vita að það getur allt gerst í holukeppninni.“ Völlurinn sem keppt er á í Póllandi er sá næst lengsti í Evrópu. Hann er 7.100 metrar. Lengsti völlurinn á Íslandi af öftustu teigum er ekki nema 6.100 metrar. „Þeir eru allir vanir löngum völlum eins og t.a.m. í háskólagolfinu. Þar eru vellirnir um 6.600-6.700 metrar,“ sagði Úlfar, sem er ánægður með framfarir í golfinu á undanförnum árum. „Við höfum sýnt fram á það að við erum að bæta okkur heilmikið en samkeppnin er alltaf að aukast. Hinar þjóðirnar eru líka að bæta sig. Við þurfum bara að halda áfram að bæta okkur og bæta aðstöðuna því efniviðurinn er til staðar. Við þurfum að halda áfram að hvetja okkar fólk til að leggja hart að sér,“ sagði Úlfar Jónsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Golf Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira