Land Rover Defender númer 2.000.000 handsmíðaður Finnur Thorlacius skrifar 23. júní 2015 16:36 Bílar koma og fara en sumar bílgerðir hafa lifað lengur en aðrar og það á sannarlega við Land Rover Defender jeppann. Hann hefur verið smíðaður samfellt í 67 ár en nú er komið að lokunum. Svo vel vill til að við enda smíði hans eru eintökin orðin rétt um tvær milljónir talsins og sá sem var númer 2.000.000 var byggður á annan hátt en hinir. Þeir Land Rover menn kölluðu saman 33 þekkta einstaklinga sem þekkja Defender af góðu ásamt nokkrum Land Rover sérfræðingum til að smíða þennan tímamótabíl. Bíllinn var settur saman í höndunum og þeir sem tóku þátt í smíðinni réðu því hvernig hann liti út og hvernig hann væri búinn. Þessi bíll verður síðan til sýnis á Goodwood bílasýningunni um næstu helgi og verður síðan í kjölfarið boðinn upp af Bonham uppboðshúsinu og afraksturinn gefinn til góðgerðarmála. Bílar video Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent
Bílar koma og fara en sumar bílgerðir hafa lifað lengur en aðrar og það á sannarlega við Land Rover Defender jeppann. Hann hefur verið smíðaður samfellt í 67 ár en nú er komið að lokunum. Svo vel vill til að við enda smíði hans eru eintökin orðin rétt um tvær milljónir talsins og sá sem var númer 2.000.000 var byggður á annan hátt en hinir. Þeir Land Rover menn kölluðu saman 33 þekkta einstaklinga sem þekkja Defender af góðu ásamt nokkrum Land Rover sérfræðingum til að smíða þennan tímamótabíl. Bíllinn var settur saman í höndunum og þeir sem tóku þátt í smíðinni réðu því hvernig hann liti út og hvernig hann væri búinn. Þessi bíll verður síðan til sýnis á Goodwood bílasýningunni um næstu helgi og verður síðan í kjölfarið boðinn upp af Bonham uppboðshúsinu og afraksturinn gefinn til góðgerðarmála.
Bílar video Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent