Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Karl Lúðvíksson skrifar 20. júní 2015 20:05 Steingrímur og Gunnar munda myndavélina í sumar í nýjum veiðiþáttum Mynd:KL Stangveiðifrömuðurinn Gunnar Bender stjórnar nýjum og ferskum veiðiþáttum á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í sumar en þar hefur hann margreyndan kvikmyndatökumann með sér á bak við linsuna, Steingrím Jón Þórðarson. Gunnar Bender er þjóðkunnur á þessu sviði sportveiði, en um langt árabil hefur hann skrifað um stangveiði um allt land, jafnt fyrir blöð og bækur og þá hefur hann á seinni árum verið ötull framleiðandi sjónvarpsþátta um þetta mikla áhugamál sitt. Í þáttunum verður víða komið við eins og efni standa náttúrlega til; fylgst verður með opnunardeginum í Norðurá í fyrsta þætti þar sem kóngarnir Bubbi Morthens og Bó Halldórs munduðu stangir sínar af fádæma kúnst - og þá er heldur ekki útlokað að landsmenn fái að fylgjast með sjálfum forsætisráðherra landsmanna kippa í línuna á árbakkanum. Áhersla þáttanna verður á fjölbreytni og fagmennsku en þeir eiga að miðla öllu því helsta sem er að gerast og gerjast í þessari einni vinsælustu útivist landsmanna. Steingrímur Jón Þórðarson, myndatökumaður þáttanna á að baki áratugareynslu við upptöku sjónvarpsþátta, en hann vann fjórtán ár samfellt við hlið Jóns Ársæls Þórðarsonar í þættinum Sjálfstætt fólk á Stöð 2. Þættirnir, sem bera heitið Við árbakkann, verða frumsýndir klukkan 20.00 á fimmtudagskvöldum í sumar og byrjar fyrsti þátturinn 2. júlí. Stangveiði Mest lesið Refaveiðar í uppáhaldi hjá Maríu Veiði Fyrstu laxarnir mættir! Veiði SVFR gerir nýjan samning um Haukadalsá Veiði Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Veiði Mikið líf í Hítarvatni Veiði Hraunsfjörðurinn sýður; stórbleikjur úr Þingvallavatni Veiði Sogið Bíldsfell loksins komið í gang Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Merkingarátak í Ytri Rangá Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði
Stangveiðifrömuðurinn Gunnar Bender stjórnar nýjum og ferskum veiðiþáttum á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í sumar en þar hefur hann margreyndan kvikmyndatökumann með sér á bak við linsuna, Steingrím Jón Þórðarson. Gunnar Bender er þjóðkunnur á þessu sviði sportveiði, en um langt árabil hefur hann skrifað um stangveiði um allt land, jafnt fyrir blöð og bækur og þá hefur hann á seinni árum verið ötull framleiðandi sjónvarpsþátta um þetta mikla áhugamál sitt. Í þáttunum verður víða komið við eins og efni standa náttúrlega til; fylgst verður með opnunardeginum í Norðurá í fyrsta þætti þar sem kóngarnir Bubbi Morthens og Bó Halldórs munduðu stangir sínar af fádæma kúnst - og þá er heldur ekki útlokað að landsmenn fái að fylgjast með sjálfum forsætisráðherra landsmanna kippa í línuna á árbakkanum. Áhersla þáttanna verður á fjölbreytni og fagmennsku en þeir eiga að miðla öllu því helsta sem er að gerast og gerjast í þessari einni vinsælustu útivist landsmanna. Steingrímur Jón Þórðarson, myndatökumaður þáttanna á að baki áratugareynslu við upptöku sjónvarpsþátta, en hann vann fjórtán ár samfellt við hlið Jóns Ársæls Þórðarsonar í þættinum Sjálfstætt fólk á Stöð 2. Þættirnir, sem bera heitið Við árbakkann, verða frumsýndir klukkan 20.00 á fimmtudagskvöldum í sumar og byrjar fyrsti þátturinn 2. júlí.
Stangveiði Mest lesið Refaveiðar í uppáhaldi hjá Maríu Veiði Fyrstu laxarnir mættir! Veiði SVFR gerir nýjan samning um Haukadalsá Veiði Mikið rætt um verðhækkanir veiðileyfa Veiði Mikið líf í Hítarvatni Veiði Hraunsfjörðurinn sýður; stórbleikjur úr Þingvallavatni Veiði Sogið Bíldsfell loksins komið í gang Veiði Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Merkingarátak í Ytri Rangá Veiði Það eru stórir fiskar í Kleifarvatni Veiði