Lífið

Leynigestur Secret Solstice: Busta Rhymes stígur á stokk í kvöld

Hér er hinum 43 ára gamla Rhymes heitt í hamsi
Hér er hinum 43 ára gamla Rhymes heitt í hamsi Vísir/EPA
Rapparinn Busta Rhymes mun í kvöld stíga á stokk á Secret Solstice-tónlistarhátíðinni sem nú fer fram í Laugardal. Mikil dulúð hafði sveipað komu hans til landsins en nú hefur það fengist staðfest að hinn 43 ára gamli rappari muni trylla lýðinn í kvöld.

Tónleikar kappans hefjast kl. 19:30 á aðalsviði hátíðarinnar, Valhalla, og kemur hann þar strax á eftir hinum íslenska Gísla Pálma. 

Trevor Tahiem Smith, Jr. betur þekktur sem Busta Rhymes er af mörgum talinn einn áhrifamesti hip-hop tónlistarmaður okkar tíma.

Ásamt því að hafa tilnefndur til Grammy tónlistarverðlaunanna ellefu sinnum þá var hann valinn einn af 50 bestu röppurum okkar tíma af upplýsingaveitunni about.com. Þá setti tónlistartímaritið The Source hann í hóp 50 bestu textagerðarmanna allra tíma.

Busta Rhymes var einn af stofnendum útgáfufyrirtækisins Conglomerate en sjálfur hefur hann gefið út átta plötur og vinnur nú að því að gefa út sína níundu plötu E.L.E.2 (Extinction Level Event 2) sem kemur út á þessu ári.

Hér að neðan má hlýða á eitt af hans þekktari lögum, Look at me now, sem hann gerði með ofbeldismanninum Chris Brown árið 2012.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.