Bandaríska leikaraparið Ben Affleck og Jennifer Garner eru skilin. Affleck og Garner sendu frá sér tilkynningu þessa efnis fyrr í kvöld.
Tíu ár voru í gær liðin frá því að þau gengu í hjónaband, en saman eiga þau þrjú börn, þau Violet, níu ára, Seraphina, sex ára, og Samuel, þriggja ára.
Í tilkynningu segir að ákvörðunin um að skilja hafi verið sameiginleg og segjast þau staðráðin í að vinna áfram saman að því að ala upp börn sín. Biðja þau fjölmiðla um að veita börnum sínum svigrúm á þessum erfiða tíma.
Þau eru bæði metin á 150 milljónir dollara eða því sem samsvarar 21 milljarð íslenskra króna.
Ben Affleck og Jennifer Garner tilkynna um skilnað

Tengdar fréttir

Ben Affleck og Jennifer Garner að skilja
Bandaríska leikaraparið Ben Affleck og Jennifer Garner eru að ganga í gegnum skilnað ef marka má erlenda miðla.