Lífið

Ferðamennirnir á Íslandi: Ætla að taka þær beygjur sem þeim dettur í hug

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hidde og Sietske frá Utrecht í Hollandi.
Hidde og Sietske frá Utrecht í Hollandi. vísir/ernir
„Við vorum bara að koma,“ segja Hidde og Sietske þegar blaðamaður náði tali af þeim á Skólavörðuholti í gær. Þau eru brot af þeim fjölmörgu ferðamönnum sem dvelja á landinu um þessar mundir.

„Við lentum, sóttum dótið okkar, stukkum í bílaleigubílinn og drifum okkur hingað,“ segir Hidde. „Við gistum í gegnum Airbnb í eina nótt hér í Reykjavík áður en við höldum út á land.“

Þau koma frá Utrecht í Hollandi og hyggjast dvelja hér á landi í tólf daga áður en þau halda aftur heim á leið. Ferðaáætlunin þeirra er nokkuð óákveðin.

„Lokun fjallvega setur örlítið strik í reikninginn,“ segir Sietske. „Við ætluðum okkur að um hálendið en þar sem það er erfitt í augnablikinu ætlum við að keyra Austfirðina og fara hringveginn.“

Að öðru leiti er ekkert ákveðið. Ekki hefur verið ákveðið á hvaða stöðum skal gista, hvað eigi að sjá eða gera á meðan ferðinni stendur. Þau ætli sér bara að aka og taka einhverja beygju þegar þeim sýnist svo.

„Okkur langar örlítið að sjá Landmannalaugar, er ég að segja þetta rétt?“ spyr hún og hlær. „Kannski Mývatn líka en það gæti líka gerst að við förum framhjá báðum stöðum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.