Nýr Audi Q7 boðar komu sína í ágúst Finnur Thorlacius skrifar 7. júlí 2015 14:45 Audi Q7 jeppinn af nýrri kynslóð. Í ágúst næstkomandi lendir nýr Nýr Audi Q7 í höfuðstöðvum Heklu við Laugaveg 170 – 174. Hans hefur verið beðið með eftirvæntingu. Audi Q7 er mikið uppfærður og setur ný viðmið í flokki lúxusjeppa hvað varðar aksturseiginleika, upplýsingakerfi og aðstoðarkerfi fyrir ökumann. „Nýr Audi Q7 er holdgervingur nýrrar kynslóðar Audi-jeppa og við hér í Heklu erum mjög spennt fyrir því að fá hann í hús. Viðskiptavinir okkar hafa einnig beðið eftir honum með eftirvæntingu og það gleður okkur að geta tilkynnt að hann verði frumsýndur í ágúst. Þetta er sterkur og stæðilegur lúxusjeppi en jafnframt snarpur og sparneytinn þar sem hann er 325 kílóum léttari og 26% eyðslugrennri en fyrirrennarinn,“ segir Jóhann Ingi Magnússon, sölustjóri Audi. Audi er á stafrænni siglingu en yfirmaður tæknideildar Audi, Mattias Ulbrich, hlaut nú í júní verðlaun fyrir framúrskarandi upplýsingatækni sem hefur leitt af sér enn betri upplifun viðskiptavina Audi. Nýr Audi Q7 kemur meðal annars með nýjung sem kallast „Audi virtual“ mælaborði og nýju „MMI“ kerfi með stóru snertiborði sem auðveldar alla stýringu. Hann er einnig einn af fyrstu bílunum sem býður upp á tengimögluleika við Google Android Auto og Apple CarPlay. Nýr Audi Q7 er í fremstu röð þegar kemur að aðstoðarkerfum. Hann getur til að mynda lagt sjálfur í stæði, séð um að bakka með kerru og keyrt sjálfur í umferðaröngþveiti. Enginn annar fjöldaframleiddur bíll bíður upp á fleiri aðstoðarkerfi sem valkost. Útfærsla á vélum Audi Q7 er til fyrirmyndar fyrir aðra fjórhjóladrifna jeppa. Dísilvélin 3.0 TDI er 272 hestöfl og bensínvélin 3.0 TFSI 333 hestöfl sem skila nýjum Audi Q7 frá 0-100 km/klst á 6,1 sekúndu (TFSI) og 6,3 sekúndum (TDI). Ein helsta áskorun bílaframleiðenda er að smíða léttari bíla. Með því að fara ítarlega yfir hvert einasta smáatriði og prófa nýjar efnablöndur tókst tækniteymi Audi að að létta nýjan Audi Q7 um 325 kíló. Af því leiðir minni eldsneytisnotkun og snerpa sem kemur á óvart miðað við svo stæðilegan og rúmgóðan bíl. Nýr Audi Q7 með dísilvél eyðir um 26% minna en fyrirrennarinn og kneyfar aðeins 5,7 lítra af eldsneyti á hundraði í blönduðum akstri. Co2 útblástur vélarinnar er 149 gr./km. sem kemur Audi Q7 á toppinn í flokki lúxusjeppa. Hekla er leiðandi í fjölbreyttum aflgjöfum og býður upp á breiða línu af umhverfisvænum bílum. Í byrjun næsta árs verður Audi Q7 fylgt eftir með Audi Q7 e-tron quattro. Þar er um að ræða fyrsta tengitvinnbíllinn frá Audi sem verður í boði með dísilvél. Hann verður 373 hestöfl og skilar 700 Nm togi. Þetta er jafnframt fyrsti dísil tengitvinnbíllinn sem býður upp á fjórhjóladrif í flokki lúxusjeppa. Uppgefin eldsneytiseyðsla er aðeins 1.7 lítri á 100 km og undir 50 gr. á hvern kílómetra í útblæstri (Co2). Fullhlaðin rafhlaða dregur allt að 56 kílómetra. Verð á Audi Q7 3.0 TDI er frá 11.890.000 krónum. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent
Í ágúst næstkomandi lendir nýr Nýr Audi Q7 í höfuðstöðvum Heklu við Laugaveg 170 – 174. Hans hefur verið beðið með eftirvæntingu. Audi Q7 er mikið uppfærður og setur ný viðmið í flokki lúxusjeppa hvað varðar aksturseiginleika, upplýsingakerfi og aðstoðarkerfi fyrir ökumann. „Nýr Audi Q7 er holdgervingur nýrrar kynslóðar Audi-jeppa og við hér í Heklu erum mjög spennt fyrir því að fá hann í hús. Viðskiptavinir okkar hafa einnig beðið eftir honum með eftirvæntingu og það gleður okkur að geta tilkynnt að hann verði frumsýndur í ágúst. Þetta er sterkur og stæðilegur lúxusjeppi en jafnframt snarpur og sparneytinn þar sem hann er 325 kílóum léttari og 26% eyðslugrennri en fyrirrennarinn,“ segir Jóhann Ingi Magnússon, sölustjóri Audi. Audi er á stafrænni siglingu en yfirmaður tæknideildar Audi, Mattias Ulbrich, hlaut nú í júní verðlaun fyrir framúrskarandi upplýsingatækni sem hefur leitt af sér enn betri upplifun viðskiptavina Audi. Nýr Audi Q7 kemur meðal annars með nýjung sem kallast „Audi virtual“ mælaborði og nýju „MMI“ kerfi með stóru snertiborði sem auðveldar alla stýringu. Hann er einnig einn af fyrstu bílunum sem býður upp á tengimögluleika við Google Android Auto og Apple CarPlay. Nýr Audi Q7 er í fremstu röð þegar kemur að aðstoðarkerfum. Hann getur til að mynda lagt sjálfur í stæði, séð um að bakka með kerru og keyrt sjálfur í umferðaröngþveiti. Enginn annar fjöldaframleiddur bíll bíður upp á fleiri aðstoðarkerfi sem valkost. Útfærsla á vélum Audi Q7 er til fyrirmyndar fyrir aðra fjórhjóladrifna jeppa. Dísilvélin 3.0 TDI er 272 hestöfl og bensínvélin 3.0 TFSI 333 hestöfl sem skila nýjum Audi Q7 frá 0-100 km/klst á 6,1 sekúndu (TFSI) og 6,3 sekúndum (TDI). Ein helsta áskorun bílaframleiðenda er að smíða léttari bíla. Með því að fara ítarlega yfir hvert einasta smáatriði og prófa nýjar efnablöndur tókst tækniteymi Audi að að létta nýjan Audi Q7 um 325 kíló. Af því leiðir minni eldsneytisnotkun og snerpa sem kemur á óvart miðað við svo stæðilegan og rúmgóðan bíl. Nýr Audi Q7 með dísilvél eyðir um 26% minna en fyrirrennarinn og kneyfar aðeins 5,7 lítra af eldsneyti á hundraði í blönduðum akstri. Co2 útblástur vélarinnar er 149 gr./km. sem kemur Audi Q7 á toppinn í flokki lúxusjeppa. Hekla er leiðandi í fjölbreyttum aflgjöfum og býður upp á breiða línu af umhverfisvænum bílum. Í byrjun næsta árs verður Audi Q7 fylgt eftir með Audi Q7 e-tron quattro. Þar er um að ræða fyrsta tengitvinnbíllinn frá Audi sem verður í boði með dísilvél. Hann verður 373 hestöfl og skilar 700 Nm togi. Þetta er jafnframt fyrsti dísil tengitvinnbíllinn sem býður upp á fjórhjóladrif í flokki lúxusjeppa. Uppgefin eldsneytiseyðsla er aðeins 1.7 lítri á 100 km og undir 50 gr. á hvern kílómetra í útblæstri (Co2). Fullhlaðin rafhlaða dregur allt að 56 kílómetra. Verð á Audi Q7 3.0 TDI er frá 11.890.000 krónum.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent