Áhugaverðar tölur um vöxt eins árs laxa Karl Lúðvíksson skrifar 3. júlí 2015 16:47 Mynd: Veiðimálastofnun Það er nokkuð greinilegt að árnar eru líklega á eftir áætlun en ennþá vantar kraftinn í göngurnar sem þó eru hægt og rólega að aukast. Stóri straumurinn var í morgun en þessi kemur yfirleitt í kringum Jónsmessu og er nefndur Jónsmessustraumurinn. Að hann skuli vera þetta seint á ferðinni er líkleg skýring á því hvað göngurnar virðast víða vera seinar en laxinn á það nefnilega til að elta ekki dagsetningar heldur strauma sem fylgja ekki dagatali heldur. Veiðin í ánum er bara ekki farinn almennilega af stað nema þá kannski í Blöndu og Þverá sem eru þekktar fyrir sterka 2 ára laxastofna og þeir hafa svo sannarlega skilað sér í þær tvær. Norðurá hefur verið illveiðanleg stórann hluta af júní svo heildartalan þar framan af þessu tímabili gefur enga mynd af því hvað það er mikill lax í ánni og þetta á við um margar árnar sem eru mjög vatnsmiklar þessa dagana. Náttúrulega sveiflur eru síðan vel þekktar en eftir dapurt sumar 2012, lélegt sumar 2014 er frekar búist við meðalsumri. Á heimasíðu Veiðimálastofnunar er athyglisverð rannsókn á vaxtarhraða eins árs laxa rannsakaður með tilliti til veiðitalna og það verður að segjast að þetta er mjög fróðlegur lestur fyrir alla veiðimenn. Greinileg tenging, og staðfesting á skoðunum margra veiðimanna, er á milli vaxtarhraða í sjó og stærð smálaxagangna. Miðað við þessa rannsókn er ekki lélegt ér í vændum en seint er það það er nokkuð víst. Rannsókn Veiðimálastofnunar má finna hér. Mest lesið Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Veiði sumarsins á hátíðarborðið Veiði Fleiri net á land í Ölfusá Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði
Það er nokkuð greinilegt að árnar eru líklega á eftir áætlun en ennþá vantar kraftinn í göngurnar sem þó eru hægt og rólega að aukast. Stóri straumurinn var í morgun en þessi kemur yfirleitt í kringum Jónsmessu og er nefndur Jónsmessustraumurinn. Að hann skuli vera þetta seint á ferðinni er líkleg skýring á því hvað göngurnar virðast víða vera seinar en laxinn á það nefnilega til að elta ekki dagsetningar heldur strauma sem fylgja ekki dagatali heldur. Veiðin í ánum er bara ekki farinn almennilega af stað nema þá kannski í Blöndu og Þverá sem eru þekktar fyrir sterka 2 ára laxastofna og þeir hafa svo sannarlega skilað sér í þær tvær. Norðurá hefur verið illveiðanleg stórann hluta af júní svo heildartalan þar framan af þessu tímabili gefur enga mynd af því hvað það er mikill lax í ánni og þetta á við um margar árnar sem eru mjög vatnsmiklar þessa dagana. Náttúrulega sveiflur eru síðan vel þekktar en eftir dapurt sumar 2012, lélegt sumar 2014 er frekar búist við meðalsumri. Á heimasíðu Veiðimálastofnunar er athyglisverð rannsókn á vaxtarhraða eins árs laxa rannsakaður með tilliti til veiðitalna og það verður að segjast að þetta er mjög fróðlegur lestur fyrir alla veiðimenn. Greinileg tenging, og staðfesting á skoðunum margra veiðimanna, er á milli vaxtarhraða í sjó og stærð smálaxagangna. Miðað við þessa rannsókn er ekki lélegt ér í vændum en seint er það það er nokkuð víst. Rannsókn Veiðimálastofnunar má finna hér.
Mest lesið Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Veiði sumarsins á hátíðarborðið Veiði Fleiri net á land í Ölfusá Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði