Lífið

Snoop Dogg kominn til landsins

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Snoop Dogg mætti til landsis í íþróttagalla og flip-flpos inniskóm.
Snoop Dogg mætti til landsis í íþróttagalla og flip-flpos inniskóm.
Bandaríski rapparinn Snoop Dogg lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun. Ekki liggur fyrir hvort hann hafi komið til landsins á einkaþotu sinni en orðrómur er á kreiki um að hann hafi komið með flugi Icelandair frá Boston.

Snoop var ákaflega afslappaður þegar hann kom í morgun og var meðal annars klæddur í flip-flops inniskó og Adidas-íþróttagalla. Kappinn kemur fram undir nafninu DJ Snoopadelic í Laugardalshöllinni í kvöld þar sem hann ætlar að stýra risapartýi. 

Með honum í för er talsvert af fylgdarliði en heyrst hefur að nokkrir bandarískir rapparar séu einnig með í för og muni þeir troða upp með kappanum í kvöld.

Samkvæmt svokölluðum „ræder-lista“, sem kappinn hefur sent á tónleikahaldara vill hann eingöngu ferðast á milli staða á svartri extra stórri Mercedes Vito lúxus sendibifreið og má því gera ráð fyrir að kappinn sé innanborðs ef fólk verður var við slíkt farartæki.

Snoop spókar sig um í Keflavík.
Kappinn kemur fram í Laugardalshöllinni í kvöld.

Tengdar fréttir

Hitar upp fyrir Snoop með áratugar millibili

Erpur Eyvindarson kemur fram í Laugardalshöll á undan Snoop Dogg þann 16. júlí. Níu ár og 364 dagar verða þá liðnir frá því að Erpur kom fram á undan Snoop Dogg í Egilshöll.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×