Sport

Thelma setti fjögur Íslandsmet í dag og náði fimmta sætinu á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thelma Björg Björnsdóttir.
Thelma Björg Björnsdóttir. Mynd/ifsport.is/Sverrir Gíslason
Thelma Björg Björnsdóttir og Sonja Sigurðardóttir settu báðar Íslandsmet á öðrum keppnisdegi  HM fatlaðra í sundi sem fer nú fram í Glasgow í Skotlandi.

Thelma Björg Björnsdóttir varð í fimmta sæti í 100 metra bringusundi en Sonja Sigurðardóttir komst ekki í úrslit í 50 metra skriðsundi.

Thelma Björg, sem keppir fyrir ÍFR, setti tvö Íslandsmet í undanrásum á HM fatlaðra í sundi. Thelma keppti í 100 metra bringusundi í flokki SB5. Thelma gerði síðan enn betur og bætti bæði metin í úrslitasundinu.

Fyrsta Íslandsmetið hjá Thelmu kom á 50 metra millitímanum (56,30 sekúndur) og lokatími Thelmu var 1:59,33 mínútur sem einnig er nýtt Íslandsmet. Thelma varð fimmta í undanrásum.

Í úrslitasundinu synti Thelma fyrsti 50 metrana á 55,61 sekúndum og kom svo fimmta í bakkann á 1.59,32 mínútum sem var einnig nýtt Íslandsmet.

Thelma Björg Björnsdóttir setti því alls fjögur Íslandsmet í dag.

Sonja, sem keppir fyrir ÍFR, setti nýtt Íslandsmet í 50 metra skriðsundi í flokki S4 er hún kom í bakkann á 1:01,27 mínútum í undanrásum. Tími Sonju dugði þó ekki fyrir hana til að ná inn í úrslit að þessu sinni en nýtt Íslandsmet komið í hús.

Thelma Björg Björnsdóttir náði með þessu besta árangri Íslendinga til þessa á mótinu en Kolbrún Alda Stefánsdóttir úr Firði/SH varð sjöunda í 100 metra bringusundi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×