Lífið

"Meiriháttar gaman“

2000 manns sækja hátíðina í ár.
2000 manns sækja hátíðina í ár. vísir/freyja gylfadóttir
Lokakvöld rokkhátíðarinnar Eistnaflug fer fram í Neskaupstað í kvöld en um 2000 manns sækja hátíðina í ár. Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, segir hana hafa gengið frábærlega.

„Þetta gekk rosalega vel í gær. Við vorum mjög spennt að sjá hvernig húsið myndi taka við þessum tónleikum; fjölda og öðru slíku, og þetta var allt bara frábært. Allt fór vel fram og meiriháttar gaman,“ segir hann.

Hátíðin er nú haldin í 11. skipti og var fyrstu tíu árin inni í Egilsbúð. Eftir metaðsókn í fyrra var þó ljóst að hún þyrfti stærra húsnæði og fer því fram í íþróttahúsið Neskaupstaðar í ár.

„Þetta er langsamlegast besti dagurinn í dag, ef við tökum út útlensku sveitirnar og segjum að þær séu rjóminn, þá er það í kvöld. Þetta verður alveg þvílík veisla.“ Meðal hljómsveita sem spila í kvöld má nefna norsku partýrokkhljómsveitina Kvelertak, pólsku sveitina Behemoth og íslensku sveitirnar Muck, Brain Police og Ham.

vísir/freyja gylfadóttir
vísir/freyja gylfadóttir

Tengdar fréttir

Stærsta Eistnaflugið hingað til

Stefán Magnússon, forsprakki hátíðarinnar, segir að um 40 prósentum fleiri erlendir gestir hafi boðað komu sína á hátíðina í ár. Hátíðin er með nýju sniði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.