Omar Sharif fannst afslappandi að spila við vörubílstjóra og sjómenn á Íslandi Heimir Már Pétursson. skrifar 10. júlí 2015 20:31 Egypski stórleikarinn og sjarmurinn Omar Sharif lést í Kairo í dag áttatíu og þriggja ára að aldri. Hann varð frægastur fyrir leik sinn í kvikmyndunum Arabíu Lawrence og Doktor Sivago. Kvikmyndaferill Omar Sharif hófst árið 1954 en eftir það lék hann í yfir sjötíu kvikmyndum og fjölmörgum sjónvarpsþáttum og seríum. En síðasta kvikmynd hans var Rock the Casbah árið 2013. Sharif skaut fyrst verulega upp á stjörnuhimininn fyrir hlutverk sitt í Arabíu Lawrence árið 1962 og aðalhlutverkið í Dr. Zivago árið 1965. Fyrir utan glæsilegan kvikmyndaferil var Zharif ástríðufullur bridge spilari og í hópi bestu samningsbundinna spilara heims um langt skeið. Hann kom tvívegis til Íslands til að spila árin 1991 og 1993 og ræddi við Hall Hallsson fréttamann í fyrra skiptið á Flugleiðamótinu í bridge. Hann hafði á orði að það væri heimilislegra að spila við trukkabílstjóra, bændur og sjómenn á Íslandi en oft á tíðum þurra og alvarlega atvinnuspilara. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað og mig langaði til að sjá Ísland og svo kom ég vegna bridgemótsins. Mér líkar vel að vera hérna, hér er allt mjög hreint. Ég bý í París og þar er mikil spenna. Hér líður mér vel og það er meiri ró yfir mér hérna,” sagði Sharif í Reykjavík árið 1991. Óhætt er að segja að Sharif sé einn af stórstjörnum kvikmyndanna og hann þótti alla tíð mikill heimsborgari og sjarmatröll. Þrátt fyrir leik í miklum fjölda gæðakvikmynda hlaut hann aldrei Óskarsverðlaunin en var tilnefndur til þeirra fyrir túlkun sína á Alí fógeta í Arabíu Lawrence árið 1962. Hann var heiðraður fyrir ævistörf sín á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum árið 2003. Í maí á þessu ári var greint frá því að Sharif þjáðist af Alzheimer sjúkdómnum. Hann lést síðan á sjúkrahúsi í Kaíro í dag og var banamein hans hjartaáfall. Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Egypski stórleikarinn og sjarmurinn Omar Sharif lést í Kairo í dag áttatíu og þriggja ára að aldri. Hann varð frægastur fyrir leik sinn í kvikmyndunum Arabíu Lawrence og Doktor Sivago. Kvikmyndaferill Omar Sharif hófst árið 1954 en eftir það lék hann í yfir sjötíu kvikmyndum og fjölmörgum sjónvarpsþáttum og seríum. En síðasta kvikmynd hans var Rock the Casbah árið 2013. Sharif skaut fyrst verulega upp á stjörnuhimininn fyrir hlutverk sitt í Arabíu Lawrence árið 1962 og aðalhlutverkið í Dr. Zivago árið 1965. Fyrir utan glæsilegan kvikmyndaferil var Zharif ástríðufullur bridge spilari og í hópi bestu samningsbundinna spilara heims um langt skeið. Hann kom tvívegis til Íslands til að spila árin 1991 og 1993 og ræddi við Hall Hallsson fréttamann í fyrra skiptið á Flugleiðamótinu í bridge. Hann hafði á orði að það væri heimilislegra að spila við trukkabílstjóra, bændur og sjómenn á Íslandi en oft á tíðum þurra og alvarlega atvinnuspilara. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað og mig langaði til að sjá Ísland og svo kom ég vegna bridgemótsins. Mér líkar vel að vera hérna, hér er allt mjög hreint. Ég bý í París og þar er mikil spenna. Hér líður mér vel og það er meiri ró yfir mér hérna,” sagði Sharif í Reykjavík árið 1991. Óhætt er að segja að Sharif sé einn af stórstjörnum kvikmyndanna og hann þótti alla tíð mikill heimsborgari og sjarmatröll. Þrátt fyrir leik í miklum fjölda gæðakvikmynda hlaut hann aldrei Óskarsverðlaunin en var tilnefndur til þeirra fyrir túlkun sína á Alí fógeta í Arabíu Lawrence árið 1962. Hann var heiðraður fyrir ævistörf sín á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum árið 2003. Í maí á þessu ári var greint frá því að Sharif þjáðist af Alzheimer sjúkdómnum. Hann lést síðan á sjúkrahúsi í Kaíro í dag og var banamein hans hjartaáfall.
Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira