Lífið

Aðsókn á Eistnaflugi með besta móti

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Fjölmargir tónlistarmenn stíga á svið.
Fjölmargir tónlistarmenn stíga á svið. vísir/freyja gylfadóttir
Hátíðin Eistnaflug nær hápunkti nú í kvöld og á morgun þegar fjölmargir landsþekktir tónlistarmenn stíga á svið og skemmta viðstöddum. Eistnaflug fer fram í ellefta skipti í ár og er aðsókn með besta móti.

Dagskráin hófst klukkan hálf þrjú í dag og stendur fram á nótt. Dimma kemur til með að trylla lýðinn sem og Skálmöld og fleiri góðir.

Freyja Gylfadóttir ljósmyndari er stödd á hátíðinni og tók eftirfarandi myndir af hátíðinni. 


Tengdar fréttir

Stærsta Eistnaflugið hingað til

Stefán Magnússon, forsprakki hátíðarinnar, segir að um 40 prósentum fleiri erlendir gestir hafi boðað komu sína á hátíðina í ár. Hátíðin er með nýju sniði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.