Lífið

Channing Tatum fannst ekkert gaman á Vatnajökli: „Hvað erum við að gera hérna? Hvenær klárast áfengið?“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Channing Tatum hafði áhyggjur af því að verða uppiskroppa með áfengi á Vatnajökli.
Channing Tatum hafði áhyggjur af því að verða uppiskroppa með áfengi á Vatnajökli. vísir
Það vakti nokkra athygli í seinasta mánuði þegar bandaríski leikarinn Channing Tatum greindi frá því á Reddit að hann hefði kúkað uppi á Vatnajökli þegar hann var þar í maí. Leikarinn kom hingað til lands sérstaklega til að skoða jökla en lenti í slæmu veðri og þurftu björgunarsveitir að koma honum og félögum hans til aðstoðar.

Tatum var gestur í spjallþætti Seth Meyers og ræddi þar nánar um Íslandsferð sína. Sagðist hann ekki ráðleggja fólki að reyna að komast yfir Vatnajökul.

„Þetta var alls ekki skemmtilegt. Við týndum tveimur tjöldum, þetta var bara eins og að vera í hvítu herbergi og þú fékkst endalaust af snjó í andlitið. Við vorum bara „Hvað erum við að gera hérna? Hvenær klárast áfengið? Við verðum að kalla á hjálp!““

Meyers spurði Tatum svo auðvitað um kúkinn fræga og sagði leikarinn að hann yrði jöklinum að eilífu því hann væri auðvitað frosinn.

„Þeir geta búið til Júragarð úr kúknum mínum!“

Viðtalið við Tatum má sjá í heild sinni hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×