Wimbledon tennismótinu lýkur um helgina en mörg glæsileg tilþrif hafa sést á vellinum. Knattspyrnugoðsögnin David Beckham átti ein bestu tilþrifin í stúkunni er hann handsamaði bolta sem hafði farið ranga leið.
Uppgjöf í viðureign Jamie Murray og John Peers gegn Jonathan Erlich og Philipp Petzchner skoppaði af stól dómara og upp í stúkuna. Fyrrum landsliðsfyrirliði Englands einhenti boltann og henti honum strax inn á völlinn við mikinn fögnuð viðstaddra.
Hægt er að sjá upptöku af atvikinu hér að neðan.
Lífið