Ellefta Eistnaflugið hófst á miðvikudaginn með tónleikum fyrir alla aldurshópa ásamt því að The Vintage Caravan flutti plötuna Lifun eftir Trúbrot í heild sinni og Sólstafir rokkuðu fyrir gesti.

Ljósmyndarinn Freyja Gylfadóttir er mætt á hátíðina fyrir hönd Vísis og náði flottum myndum af stemningunni í gær allt frá því hún lagði í hann á Reykjavíkurflugvelli síðdegis þar til Bubbi og Dimma stigu á svið. Myndirnar frá gærdeginum og svo tónleikunum má sjá hér að neðan og svo í myndaalbúminu neðst í fréttinni.
Dagskrána má svo sjá hér.





