Free the nipple kemur í veg fyrir að perrar noti brjóst sem gjaldmiðil Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. júlí 2015 14:04 Emmsjé Gauti er einn af þeim sem leggur orð í belg í myndböndunum. Vísir Nanna Hermannsdóttir, Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir og Ölmu Ágústsdóttir hafa birt þrjú myndbönd þar sem þjóðþekktir einstaklingar útskýra #freethenipple baráttuna, hvað hún þýðir og hvers vegna hún skiptir máli. Nýjasta myndbandið birtist í dag, það má sjá hér að neðan. Í því segja Emmsjé Gauti, Steiney Skúladóttir, Stefán Máni, DJ Flugvél og geimskip ásamt fleirum frá því hvað byltingin þýðir fyrir þau.„Byltingin Free the nipple gengisfellir brjóst og kemur þannig í veg fyrir að pervertar geti notað þau sem gjaldmiðil,“ segir Stefán Máni til að mynda. „Free the nipple. Geðveikt,“ segir Steiney Skúladóttir á meðan hún gæðir sér á ís og Emmsjé Gauti nefnir rétt dóttur sinnar til að vera eins og hún kýs. Rapparinn eignaðist dóttur í vikunni. Fjölbreyttur hópur stuðningsfólks Nanna á hugmyndina að verkefninu. „Mig langaði að gera eitthvað skemmtilegt verkefni til þess að halda baráttunni gangandi. Við reyndum að hafa markhópinn stóran enda erum við með tónlistarmenn og pólitíkusa, rokkara og rappara, unglinga og fullorðna.Nanna ásamt Sunnu Ben sem hannaði boli til að vekja athygli á byltingunni.Vísir/NannaVið vildum sýna að það eru ekki bara ungar stelpur sem eru að berjast fyrir því heldur kemur stuðningurinn úr öllum áttum. Kynjahlutföllin af þátttakendum eru til dæmis 11 á móti 12, sem var reyndar alveg óvart, en mér finnst það samt sýna að það er ekkert mál að finna fólk úr öllum áttum sem styðja þetta.“ Hún nefnir að margir viðmælendanna hafi verið áberandi og stutt baráttuna þegar byltingin stóð sem hæst hér fyrr á árinu. Verkefnið er tilraun til að halda umræðunni gangandi en stendur sjálfstætt enda verður baráttan að fá að vera frjáls eins og Nanna segir. Hún og Adda, sem er sú sem hratt byltingunni af stað á Twitter eins og flestum ætti að vera kunnugt, hafa verið áberandi við skipulagningu viðburða í kringum byltinguna. Næstu skref hjá vinkonunum eru óljós.Óljóst hverjar reglur lögreglunnar eru um berbrjósta konur „Það er reyndar búið að vera pæling í smá tíma að tala við lögregluna um hvernig hún lítur á þessi mál því að lögin eru víst eitthvað óljós, það er hvort konur megi vera berar að ofan á almannafæri. Ég hef samt ekki kynnt mér það nógu vel.“En hvers vegna #freethenipple? „Af því að það eiga allir að geta klætt sig eins og þeir vilja án þess að vera litnir hornauga af samfélaginu. Það er gífurleg einföldun að segja að þetta snúist bara um að geta verið ber að ofan í sólbaði. Aukin barátta gegn stafrænu kynferðisofbeldi er líklega það sterkasta sem komið hefur út úr þessu. Stelpur eiga ekki að vera hræddar við það að líkamar þeirra séu kyngerðir alltaf og að ef einhvern tímann sést í brjóstin á þeim sé búið að eyðileggja líf þeirra. Free The Nipple snýst um að breyta samfélagslegum viðmiðum um brjóst kvenna og hegðun.“ #FreeTheNipple Tengdar fréttir Bongóblíða á landsleiknum og við frelsun geirvörtunnar Það mun viðra vel á landsleik Íslands og Tékklands annað kvöld sem og á laugardaginn þegar geirvörturnar verða frelsaðar á Austurvelli ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2015 10:33 Þolandi hrellikláms tók þátt í FreeTheNipple: „Fannst ég eignast líkamann á ný“ Sólveig Helga Hjarðar varð fyrir barðinu á hrelliklámi á unglingsárum sínum. 1. apríl 2015 16:45 Bera brjóst sín á Austurvelli: Vilja breyta samfélaginu í alvörunni Brjóstabyltingin heldur áfram. „Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ 7. júní 2015 12:30 Mest lesið Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Lífið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Lífið Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Fleiri fréttir „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Sjá meira
Nanna Hermannsdóttir, Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir og Ölmu Ágústsdóttir hafa birt þrjú myndbönd þar sem þjóðþekktir einstaklingar útskýra #freethenipple baráttuna, hvað hún þýðir og hvers vegna hún skiptir máli. Nýjasta myndbandið birtist í dag, það má sjá hér að neðan. Í því segja Emmsjé Gauti, Steiney Skúladóttir, Stefán Máni, DJ Flugvél og geimskip ásamt fleirum frá því hvað byltingin þýðir fyrir þau.„Byltingin Free the nipple gengisfellir brjóst og kemur þannig í veg fyrir að pervertar geti notað þau sem gjaldmiðil,“ segir Stefán Máni til að mynda. „Free the nipple. Geðveikt,“ segir Steiney Skúladóttir á meðan hún gæðir sér á ís og Emmsjé Gauti nefnir rétt dóttur sinnar til að vera eins og hún kýs. Rapparinn eignaðist dóttur í vikunni. Fjölbreyttur hópur stuðningsfólks Nanna á hugmyndina að verkefninu. „Mig langaði að gera eitthvað skemmtilegt verkefni til þess að halda baráttunni gangandi. Við reyndum að hafa markhópinn stóran enda erum við með tónlistarmenn og pólitíkusa, rokkara og rappara, unglinga og fullorðna.Nanna ásamt Sunnu Ben sem hannaði boli til að vekja athygli á byltingunni.Vísir/NannaVið vildum sýna að það eru ekki bara ungar stelpur sem eru að berjast fyrir því heldur kemur stuðningurinn úr öllum áttum. Kynjahlutföllin af þátttakendum eru til dæmis 11 á móti 12, sem var reyndar alveg óvart, en mér finnst það samt sýna að það er ekkert mál að finna fólk úr öllum áttum sem styðja þetta.“ Hún nefnir að margir viðmælendanna hafi verið áberandi og stutt baráttuna þegar byltingin stóð sem hæst hér fyrr á árinu. Verkefnið er tilraun til að halda umræðunni gangandi en stendur sjálfstætt enda verður baráttan að fá að vera frjáls eins og Nanna segir. Hún og Adda, sem er sú sem hratt byltingunni af stað á Twitter eins og flestum ætti að vera kunnugt, hafa verið áberandi við skipulagningu viðburða í kringum byltinguna. Næstu skref hjá vinkonunum eru óljós.Óljóst hverjar reglur lögreglunnar eru um berbrjósta konur „Það er reyndar búið að vera pæling í smá tíma að tala við lögregluna um hvernig hún lítur á þessi mál því að lögin eru víst eitthvað óljós, það er hvort konur megi vera berar að ofan á almannafæri. Ég hef samt ekki kynnt mér það nógu vel.“En hvers vegna #freethenipple? „Af því að það eiga allir að geta klætt sig eins og þeir vilja án þess að vera litnir hornauga af samfélaginu. Það er gífurleg einföldun að segja að þetta snúist bara um að geta verið ber að ofan í sólbaði. Aukin barátta gegn stafrænu kynferðisofbeldi er líklega það sterkasta sem komið hefur út úr þessu. Stelpur eiga ekki að vera hræddar við það að líkamar þeirra séu kyngerðir alltaf og að ef einhvern tímann sést í brjóstin á þeim sé búið að eyðileggja líf þeirra. Free The Nipple snýst um að breyta samfélagslegum viðmiðum um brjóst kvenna og hegðun.“
#FreeTheNipple Tengdar fréttir Bongóblíða á landsleiknum og við frelsun geirvörtunnar Það mun viðra vel á landsleik Íslands og Tékklands annað kvöld sem og á laugardaginn þegar geirvörturnar verða frelsaðar á Austurvelli ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2015 10:33 Þolandi hrellikláms tók þátt í FreeTheNipple: „Fannst ég eignast líkamann á ný“ Sólveig Helga Hjarðar varð fyrir barðinu á hrelliklámi á unglingsárum sínum. 1. apríl 2015 16:45 Bera brjóst sín á Austurvelli: Vilja breyta samfélaginu í alvörunni Brjóstabyltingin heldur áfram. „Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ 7. júní 2015 12:30 Mest lesið Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Lífið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Lífið Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Fleiri fréttir „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Sjá meira
Bongóblíða á landsleiknum og við frelsun geirvörtunnar Það mun viðra vel á landsleik Íslands og Tékklands annað kvöld sem og á laugardaginn þegar geirvörturnar verða frelsaðar á Austurvelli ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2015 10:33
Þolandi hrellikláms tók þátt í FreeTheNipple: „Fannst ég eignast líkamann á ný“ Sólveig Helga Hjarðar varð fyrir barðinu á hrelliklámi á unglingsárum sínum. 1. apríl 2015 16:45
Bera brjóst sín á Austurvelli: Vilja breyta samfélaginu í alvörunni Brjóstabyltingin heldur áfram. „Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ 7. júní 2015 12:30