Peugeot-Citroën hagnast eftir 4 ára tap Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2015 11:06 Peugeot 308. Rekstur PSA/Peugeot-Citroën á fyrri helmingi ársins skilaði hagnaði eftir fjögurra ára taprekstur. Hagnaður þess nam 84 milljörðum króna en í fyrra tapaði fyrirtækið 19 milljörðum króna á fyrstu 6 mánuðunum. PSA seldi fleiri bíla nú og á hærra verði og auk þess hefur tekist að minnka kostnað verulega. Velta PSA jókst um 6,9% og nam 4.277 milljörðum króna. Veik Evra, lækkandi hráefnisverð og góð sala bíla í Evrópu hefur hjálpað franska bílasmiðnum á þessu ári og vel horfir fyrir árið í heild. PSA seldi alls 1.550.000 bíla á fyrri helmingi ársins. Besta salan var í Peugeot 308 og Citroën C4 Cactus og hafa þeir báðir slegið í gegn í Evrópu og víðar. PSA spáir því að vöxtur í sölu bíla verði um 6% í Evrópu í ár, 3% í Kína en falli um 15% í S-Ameríku og 35% í Rússlandi. Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent
Rekstur PSA/Peugeot-Citroën á fyrri helmingi ársins skilaði hagnaði eftir fjögurra ára taprekstur. Hagnaður þess nam 84 milljörðum króna en í fyrra tapaði fyrirtækið 19 milljörðum króna á fyrstu 6 mánuðunum. PSA seldi fleiri bíla nú og á hærra verði og auk þess hefur tekist að minnka kostnað verulega. Velta PSA jókst um 6,9% og nam 4.277 milljörðum króna. Veik Evra, lækkandi hráefnisverð og góð sala bíla í Evrópu hefur hjálpað franska bílasmiðnum á þessu ári og vel horfir fyrir árið í heild. PSA seldi alls 1.550.000 bíla á fyrri helmingi ársins. Besta salan var í Peugeot 308 og Citroën C4 Cactus og hafa þeir báðir slegið í gegn í Evrópu og víðar. PSA spáir því að vöxtur í sölu bíla verði um 6% í Evrópu í ár, 3% í Kína en falli um 15% í S-Ameríku og 35% í Rússlandi.
Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent