Íslenski boltinn

Gordon með tvennu í sigri ÍBV | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Shaneka Gordon skoraði tvennu fyrir ÍBV í kvöld.
Shaneka Gordon skoraði tvennu fyrir ÍBV í kvöld. vísir/stefán
ÍBV bar sigurorð af Þrótti, 2-3, í fyrsta leik kvöldsins í Pepsi-deild kvenna.

Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir.

Þetta var annar sigur Eyjakvenna í síðustu þremur leikjum sínum en þær eru í 6. sæti deildarinnar með 19 stig.

Þróttarar eru hins vegar í 9. og næstneðsta sæti með aðeins tvö stig þegar sex umferðunum er ólokið.

Shaneka Gordon kom ÍBV yfir á 19. mínútu og hún bætti öðru marki við á þeirri 37. Gordon hefur verið iðin við kolann í sumar en hún er komin með átta mörk í deildinni.

Staðan var 0-2 í hálfleik en strax á 4. mínútu seinni hálfleik kláraði Díana Helga Guðjónsdóttir leikinn þegar hún skoraði þriðja mark Eyjakvenna og sitt fyrsta í sumar.

Rebekah Bass minnkaði muninn í 1-3 á 66. mínútu og hún var aftur á ferðinni á lokamínútunni þegar hún skoraði sitt annað mark.

En nær komst Þróttur ekki og ÍBV fagnaði góðum sigri.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá úrslit.net.


Tengdar fréttir

Berglind Björg kvaddi með þrennu

Berglind Björg Þorvaldsdóttir lék sinn síðasta leik með Fylki í bili þegar Árbæjarliðið tók á móti Val á Fylkisvelli í kvöld en framherjinn er á leið til náms í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×