Bronsmaðurinn Björgvin: „Að sofa, æfa og borða er það eina sem ég geri“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júlí 2015 15:49 Björgvin Karl náði besta árangri sem íslenskur karlmaður hefur náð í Crossfit. Myndin er af Instagram síðu Björgvins Karls. Björgvin Karl Guðmundsson, sem hafnaði í þriðja sæti í karlaflokki á heimsleikunum í Crossfit, ætlar að kaupa sér svartan Mercedes Benz til að verðlauna sjálfan sig. Frábær frammistaða Björgvins í síðustu greinunum skiluðu honum upp í þriðja sætið. Björgvin tók einnig þátt í keppninni í fyrra og hafnaði þar í 26. sæti. Hvergerðingurinn 23 ára bætti sig því svakalega á milli ára. Uppskeran er persónulega mikilvæg enda hefur Björgvin Karl lagt mikið á sig undanfarin ár við æfingar og fórnað miklu. „Að sofa, æfa og borða er það eina sem ég geri,“ segir Björgvin í viðtali við fulltrúa DV í Los Angeles. Keppni lauk seint í gærkvöldi að íslenskum tíma en leikarnir fara fram í Los Angeles á vesturströnd Bandaríkjanna.Kaupir sér Benz Björgvin Karl fær um átta milljónir króna í sinn hlut fyrir að hafna í þriðja sæti í karlakeppninni. Hann hafði líst því yfir að hann ætlaði að kaupa sér Benz næði hann góðum árangri í L.A. „Ég átti svartan Benz þegar ég var 17 eða 18 ára. Keyrði á honum til Reykjavíkur fram og til baka hvern einasta dag til að fara á æfingar hjá Crossfit Reykjavík,“ segir Björgvin Karl. Bíllinn var hins vegar of eyðslumikill og seldi Björgvin Karl bílinn til að geta áfram stundað æfingar í Reykjavík. „Vonandi get ég núna endurheimt hann og rúmlega það.“ Tengdar fréttir Björgvin Karl hirti bronsið á heimsleikunum Björgvin Karl Guðmundsson náði í brons á heimsleikunum í CrossFit sem voru að klárast nú rétt í þessu, en Björgvin Karl var fyrir daginn í fimmta sætinu. 27. júlí 2015 00:18 Katrín Tanja fékk 38 milljónir króna í verðlaunafé Hraustasta kona heims, Katrín Tanja Davíðsdóttir, nældi sér í góðan pening með sigri sínum á heimsleikunum í Crossfit. 27. júlí 2015 15:13 Hraustasta kona í heimi: „Það gekk allt upp“ Katrín Tanja, heimsmeistari í Crossfit, segist ekki vera búin að átta sig ennþá. 27. júlí 2015 08:52 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson, sem hafnaði í þriðja sæti í karlaflokki á heimsleikunum í Crossfit, ætlar að kaupa sér svartan Mercedes Benz til að verðlauna sjálfan sig. Frábær frammistaða Björgvins í síðustu greinunum skiluðu honum upp í þriðja sætið. Björgvin tók einnig þátt í keppninni í fyrra og hafnaði þar í 26. sæti. Hvergerðingurinn 23 ára bætti sig því svakalega á milli ára. Uppskeran er persónulega mikilvæg enda hefur Björgvin Karl lagt mikið á sig undanfarin ár við æfingar og fórnað miklu. „Að sofa, æfa og borða er það eina sem ég geri,“ segir Björgvin í viðtali við fulltrúa DV í Los Angeles. Keppni lauk seint í gærkvöldi að íslenskum tíma en leikarnir fara fram í Los Angeles á vesturströnd Bandaríkjanna.Kaupir sér Benz Björgvin Karl fær um átta milljónir króna í sinn hlut fyrir að hafna í þriðja sæti í karlakeppninni. Hann hafði líst því yfir að hann ætlaði að kaupa sér Benz næði hann góðum árangri í L.A. „Ég átti svartan Benz þegar ég var 17 eða 18 ára. Keyrði á honum til Reykjavíkur fram og til baka hvern einasta dag til að fara á æfingar hjá Crossfit Reykjavík,“ segir Björgvin Karl. Bíllinn var hins vegar of eyðslumikill og seldi Björgvin Karl bílinn til að geta áfram stundað æfingar í Reykjavík. „Vonandi get ég núna endurheimt hann og rúmlega það.“
Tengdar fréttir Björgvin Karl hirti bronsið á heimsleikunum Björgvin Karl Guðmundsson náði í brons á heimsleikunum í CrossFit sem voru að klárast nú rétt í þessu, en Björgvin Karl var fyrir daginn í fimmta sætinu. 27. júlí 2015 00:18 Katrín Tanja fékk 38 milljónir króna í verðlaunafé Hraustasta kona heims, Katrín Tanja Davíðsdóttir, nældi sér í góðan pening með sigri sínum á heimsleikunum í Crossfit. 27. júlí 2015 15:13 Hraustasta kona í heimi: „Það gekk allt upp“ Katrín Tanja, heimsmeistari í Crossfit, segist ekki vera búin að átta sig ennþá. 27. júlí 2015 08:52 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Sjá meira
Björgvin Karl hirti bronsið á heimsleikunum Björgvin Karl Guðmundsson náði í brons á heimsleikunum í CrossFit sem voru að klárast nú rétt í þessu, en Björgvin Karl var fyrir daginn í fimmta sætinu. 27. júlí 2015 00:18
Katrín Tanja fékk 38 milljónir króna í verðlaunafé Hraustasta kona heims, Katrín Tanja Davíðsdóttir, nældi sér í góðan pening með sigri sínum á heimsleikunum í Crossfit. 27. júlí 2015 15:13
Hraustasta kona í heimi: „Það gekk allt upp“ Katrín Tanja, heimsmeistari í Crossfit, segist ekki vera búin að átta sig ennþá. 27. júlí 2015 08:52